Betra golf allt árið
Golfakademía GKG er þjónusta við alla kylfinga. Markmiðið er að gera leikinn aðgengilegan, árangursríkan og skemmtilegan.
Skráning í kennslu hjá Hlöðveri fer fram í Noona.
Skoðaðu lausa einkatíma og námskeið hér.
PGA menntaður golfkennari.
Kennsla með TrackMan
Einkakennsla, pör og hópkennsla, skipulag golfferða og fararstjórn.
Hópkennsla fyrir fyrirtæki. Kylfumælingar
Námskeið í nóvember
4*60mín námskeið á þriðjudögum og miðvikudögum hjá Hlöðver PGA kennara í nóvember og desember.
Námskeiðslýsing
Farið verður markvisst yfir stutta spilið og sveifluna. Þátttakendur fá æfingaáætlun sem hjálpar þeim að æfa sig sjálf milli tíma og eftir námskeið.
Notast verður við Trackman greiningartækið í 2 skipti af 4.
Farið verður yfir helstu tölur og greiningar sem Trackman býður upp á.
Námskeiðið fer fram upp í Kórnum GKG á þriðjudögum kl 19 og 20 og miðvikudögum kl 19 og 20
Námskeiðin henta breiðum hópi kylfinga af ólíkum getustigum og forgjöf. Þar sem einungis eru hámark sex nemendur í hverjum hópi þá eru námskeiðin vel einstaklingsmiðuð.
Þetta er frábær leið til að fara vel í gegnum öll grunnatriði, pútt, vipp, stutta spilið, brautarhögg og teighögg og driver, ásamt því að fá góðar leiðbeiningar og mæta síðan tilbúin(n) til leiks næsta vor.
Byrjum þriðjudaginn 12. nóv kl 19 og 20
Miðvikudaginn 13. nóv kl 19 og 20
Verð 24.000 innifalið æfingaraðstaðan, golfhermar, æfingaboltar
Skráning: hlodverg@simnet.is
Gsm 861-1407
Vertu þinn eigin golfsnillingur og æfðu líka eins og snillingur í haust og vetur
Kennsla fer fram kl. 10.30 til 12.00 (90 mín) í Kórnum þriðjudaga og föstudaga. Hægt að velja annan hvorn daginn.
Byrjum 12 október til 17 des. Við höfum allan salinn fyrir okkur, þ.e. herma og púttsvæðin.
Námskeiðið er sett upp sem stöðvakennsla. Settar verða upp 12 stöðvar sem mæla getu kylfings allt
frá púttum og til teighögga.
Allar æfingar og skor á hverri stöð er skráð, þannig að hver og einn sér fljótlega hvar styrkleikar og
veikleikar eru á hverju sviði.
Þessi námskeið hafa verið síðastliðna vetur, fullsetin og mikil ánægja.
Farið verður yfir öll helstu atriði golfsins, pútt, vipp, járn, brautarhögg, teighögg og driver, æfum og
skoðum kylfuhraða og önnur tækniatriði og próf sem TrackMan býður upp á.
Setjum inn nokkrar styrktaræfingar sem hjálpa við sveifluna.
Allir fá eyðublað til að skrá árangur/skor á hverri stöð/kylfu hvern dag sem æft er. Með tímanum sést
hvað þarf sérstaklega að bæta og Hlöðver kemur með leiðréttingar og hvað þarf að bæta.
Það er æskilegt að vera kominn með TrackMan appið og nota það við innskráningu og æfingar í
áframhaldi. TrackMan geymir allar æfingar og spil og gott að skoða það og hvað þarf að laga.
Sama eyðublað/skráningarblað er líka notað sem skráningarblað fyrir aukaæfingar í framtíðinni og
milli tíma. ( það er aukaæfingin sem skilar auknum árangri og lægri forgjöf )
Verði er stillt í hóf, hver tími er 90 mínútur og verð fyrir 6 skipti kosta 28.000.
Skráning er á hlodverg@simnet.is
Nafn, kennitala og síma
Upplýsingar í 8611407 eða hlodverg@simnet.is október til 8 des. Við höfum allan salinn fyrir okkur, þ.e. herma og púttsvæðin.
Námskeiðið er sett upp sem stöðvakennsla. Settar verða upp 12 stöðvar sem mæla getu kylfings allt
frá púttum og til teighögga.
Allar æfingar og skor á hverri stöð er skráð, þannig að hver og einn sér fljótlega hvar styrkleikar og
veikleikar eru á hverju sviði.
Þessi námskeið hafa verið síðastliðna vetur, fullsetin og mikil ánægja.
Farið verður yfir öll helstu atriði golfsins, pútt, vipp, járn, brautarhögg, teighögg og driver, æfum og
skoðum kylfuhraða og önnur tækniatriði og próf sem TrackMan býður upp á.
Setjum inn nokkrar styrktaræfingar sem hjálpa við sveifluna.
Allir fá eyðublað til að skrá árangur/skor á hverri stöð/kylfu hvern dag sem æft er. Með tímanum sést
hvað þarf sérstaklega að bæta og Hlöðver kemur með leiðréttingar og hvað þarf að bæta.
Það er æskilegt að vera kominn með TrackMan appið og nota það við innskráningu og æfingar í
áframhaldi. TrackMan geymir allar æfingar og spil og gott að skoða það og hvað þarf að laga.
Sama eyðublað/skráningarblað er líka notað sem skráningarblað fyrir aukaæfingar í framtíðinni og
milli tíma. ( það er aukaæfingin sem skilar auknum árangri og lægri forgjöf )
Verði er stillt í hóf, hver tími er 90 mínútur og verð fyrir 8 skipti kosta 38.000.
Skráning er á hlodverg@simnet.is
Nafn, kennitala og síma
Upplýsingar í 8611407 eða hlodverg@simnet.is