Betra golf allt árið

Golfakademía GKG er þjónusta við alla kylfinga. Markmiðið er að gera leikinn aðgengileganárangursríkan og skemmtilegan.

Golfnámskeið í nóvember, haldið í Kórnum. 
 
Guðjón G. Daníelsson PGA golfkennari verður með 4 * 60 mín. námskeið í nóvember á eftirfarandi dags og tímasetningum í Kórnum:
 
fimmtudaginn   21.nóv. kl. 19:00 – 20:00 og 20:00 – 21:00
mánudaginn      25.nóv. kl. 19:00 – 20:00 og 20:00 – 21:00
fimmtudaginn   28.nóv. kl. 19:00 – 20:00 og 20:00 – 21:00
mánudaginn      2.des. kl. 19:00 – 20:00 og 20:00 – 21:00
 
Gott er að nota haustið og veturinn til að vinna í sveiflunni og læra í leiðinni hvernig hægt er að nota TrackMan sem æfingatæki.
 
Farið verður í að skoða stutta spilið og sveifluna og fá þátttakendur góðar hugmyndir sem hjálpar til við að æfa sig milli tíma og eftir námskeið en notast verður við Trackman í tvö skipti af fjórum á námskeiðinu.
Farið verður yfir helstu tölur og greiningar sem Trackman býður upp á.
 
Námskeiðið hentar breiðum hópi kylfinga, allt frá þeim sem ný byrjaðir, sem og þeim sem eru lengra komnir, og vilja bæta sinn leik.
 
ATH að það eru einungis eru 4-5 nemendur í hverjum hópi.
 
Þetta er tilvalin leið til að skoða grunnatriðin eins pútt, vipp og hvernig gott getur verið að bera sig að við stutta spilið ásamt því að brautarhögg og teighöggin eru tekin fyrir.
Verð: 24.000 kr. og er æfingaraðstaðan með boltum og hermum innifalinn.
Skráning á: gudjond@gmail.com