Niðjamót GKG

6. júlí 2024

Sigurvegarar frá upphafi

 

2024 Lilja Þorvarðardóttir Helga Gunnarsdóttir
2023 María Kristín Elísdóttir Elís Ingvarsson
2022 María Kristín Elísdóttir Elís Ingvarsson
2021 Jón Þór Jónsson Jóhann Þór Jónsson
2020 Anna Júlía Ólafsdóttir Ólafur Jónsson
2019 Randver Ármannsson Jakob Emil Pálmason
2018 Hörður Jóhannesson Hjalti Harðarson
2017 Anna Júlía Ólafsdóttir Ólafur Jónsson
2016 Kolbeinn Guðjónsson Jónína Pálsdóttir
2015 Elísabet Ágústsdóttir Ágúst Arnbjörnsson
2014 Þórir Gunnarsson Gunnar Jónsson
2013 Þórir Gunnarsson Gunnar Jónsson
2012 Ragnar Már Garðarsson Ragnheiður Sigurðardóttir
2011 Ekkert mót  
2010 Emil Þ. Ragnarsson Hólmfríður Einarsdóttir
2009 Særós Eva Óskarsdóttir Óskar Garðarsson
2008 Lovísa K. Sigurjónsdóttir Sigurjón Gunnarsson
2008 Emil Þ. Ragnarsson Ragnar Þ. Ragnarsson
2007 Guðjón I. Kristjánsson Kristján Guðjónsson
2006 Bjarki F. Júlíusson Karl J. Sigurgíslason
2005 Hansína Þorkelsdóttir Rut Héðinsdóttir

 

Niðjamót GKG hefur heldur betur fest sig í sessi sem undanfari Meistaramótsins. Hugmyndin er sú að niðjar spili saman, þ.e. barn, faðir/móðir, afi/amma en annarskonar fjölskyldutengsl ganga líka upp.

Keppnisfyrirkomulagið er punktakeppni með greensome fyrirkomulagi, sem felur í sér að báðir liðsmenn slá af teig og skiptast síðan á, þannig að sá sem ekki á upphafshögg slær annað högg.

Lið eiga að vera þannig skipuð að annar liðsmaður sé afkomandi hins eða tengdabarn. Mótsstjórn getur samþykkt annarskonar fjölskyldutengsl. Forgjöf liðs verður 40% af leikforgjöf þess sem hærri hefur forgjöfina og 60% af forgjöf þess sem lægri hefur hana.

Verðlaun verða veitt fyrir efstu sæti, nándarverðlaun á öllum par 3 holum og súpa og brauð að leik loknum.

Þátttökugjöld renna óskipt til barna- og unglingastarfs GKG

Ræst verður af öllum teigum kl. 08:30. Skráning í mótið er hafin í GolfBox, smellið hér. Mótstjaldið er kr. 9.800,- fyrir liðið.