Niðjamót GKG
6. júlí 2024
Sigurvegarar frá upphafi
| 2024 | Lilja Þorvarðardóttir | Helga Gunnarsdóttir |
| 2023 | María Kristín Elísdóttir | Elís Ingvarsson |
| 2022 | María Kristín Elísdóttir | Elís Ingvarsson |
| 2021 | Jón Þór Jónsson | Jóhann Þór Jónsson |
| 2020 | Anna Júlía Ólafsdóttir | Ólafur Jónsson |
| 2019 | Randver Ármannsson | Jakob Emil Pálmason |
| 2018 | Hörður Jóhannesson | Hjalti Harðarson |
| 2017 | Anna Júlía Ólafsdóttir | Ólafur Jónsson |
| 2016 | Kolbeinn Guðjónsson | Jónína Pálsdóttir |
| 2015 | Elísabet Ágústsdóttir | Ágúst Arnbjörnsson |
| 2014 | Þórir Gunnarsson | Gunnar Jónsson |
| 2013 | Þórir Gunnarsson | Gunnar Jónsson |
| 2012 | Ragnar Már Garðarsson | Ragnheiður Sigurðardóttir |
| 2011 | Ekkert mót | |
| 2010 | Emil Þ. Ragnarsson | Hólmfríður Einarsdóttir |
| 2009 | Særós Eva Óskarsdóttir | Óskar Garðarsson |
| 2008 | Lovísa K. Sigurjónsdóttir | Sigurjón Gunnarsson |
| 2008 | Emil Þ. Ragnarsson | Ragnar Þ. Ragnarsson |
| 2007 | Guðjón I. Kristjánsson | Kristján Guðjónsson |
| 2006 | Bjarki F. Júlíusson | Karl J. Sigurgíslason |
| 2005 | Hansína Þorkelsdóttir | Rut Héðinsdóttir |
Niðjamót GKG hefur heldur betur fest sig í sessi sem undanfari Meistaramótsins. Hugmyndin er sú að niðjar spili saman, þ.e. barn, faðir/móðir, afi/amma en annarskonar fjölskyldutengsl ganga líka upp.
Keppnisfyrirkomulagið er punktakeppni með greensome fyrirkomulagi, sem felur í sér að báðir liðsmenn slá af teig og skiptast síðan á, þannig að sá sem ekki á upphafshögg slær annað högg.
Lið eiga að vera þannig skipuð að annar liðsmaður sé afkomandi hins eða tengdabarn. Mótsstjórn getur samþykkt annarskonar fjölskyldutengsl. Forgjöf liðs verður 40% af leikforgjöf þess sem hærri hefur forgjöfina og 60% af forgjöf þess sem lægri hefur hana.
Verðlaun verða veitt fyrir efstu sæti, nándarverðlaun á öllum par 3 holum og súpa og brauð að leik loknum.
Þátttökugjöld renna óskipt til barna- og unglingastarfs GKG
Ræst verður af öllum teigum kl. 08:30. Skráning í mótið er hafin í GolfBox, smellið hér. Mótstjaldið er kr. 9.800,- fyrir liðið.
