Staðan í heildarkeppninni

 

Kvennaflokkur – Smelltu hér til að skoða stöðuna í heildarkeppninni.

Karlaflokkur – Smelltu hér til að skoða stöðuna í heildarkeppninni.

Fjórir bestu hringirnir telja.

 

Úrslit í öllum mótum

Hringur 1 18.-20. okt Casa de Campo VG3
Hringur 2 25.-27. okt Liberty National VG3
Hringur 3 1.-3. nóv Black Desert Resort
Hringur 4 8.-10. nóv The Reserve at Moonlight Basin VG3
Hringur 5 15.-17. nóv Barsebäck VG3
Hringur 6 22.-24. nóv TPC Colorado
Hringur 7 29.-1. des Marcella Club
Hringur 8 6.-8. des Shizu Hills Country Club
Hringur 9 13.-15. des Pinehurst No. 2 VG3

PING HELGARMÓTARÖÐ GKG

Frá helginni 18.-20. október til 13.-15. desember

Hér munu birtast upplýsingar um úrslit í hverju móti sem og stöðuna í heildarkeppninni.

Allar upplýsingar um mótaröðina má sjá hér fyrir neðan.

 

Við kynnum TrackMan helgarmótaröð GKG í boði Ping
Mótaröðin er innanfélagsmótaröð.

Ekkert gjald er fyrir þátttöku í mótinu, þú einfaldlega bókar og greiðir fyrir notkun á herminum. Aðeins er hægt að leika í hermum GKG í Íþróttamiðstöðinni og Kórnum.

Hægt verður að taka þátt á föstudegi til sunnudags og fer fyrsta mótið fram helgina 18.-20. okt. og það seinasta helgina 13.-15. des.

Alls verða 9 mót og gilda 4 bestu mótin í heildarkeppninni. 

Glæsileg verðlaun í boði frá Ping fyrir 3 efstu sætin í karla- og kvennaflokki í heildarkeppninni.

Nándarverðlaun á tveimur brautum í hverju móti:

Ekki er nauðsynlegt að skrá sig, mótið verður til taks í TrackMan Tournaments flipanum sem valinn er í herminum sem leikið er í.

Keppnisskilmálar 

Leikin er punktakeppni með TrackMan forgjöf. Nauðsynlegt er að hafa löglega Trackman forgjöf. Hún er fengin með því að hafa lágmark þrjá hringi skráða til forgjafar í Trackman kerfinu, án þess að taka mulligans.

Keppt er í karla- og kvennaflokki. 

Leiknar eru 9 holur í hverri umferð (seinni níu á hverjum velli). 

Fjórir bestu hringirnir telja í heildarkeppninni. Ef kylfingar eru jafnir þá gildir 5. hringurinn, svo 6. hringurinn og svo koll af kolli þangað til úrslit nást. Ef það nægir ekki ræður hlutkesti.

Stillingar: 
Flatir: Medium
Flatir stimp: 9 fet
Holustaðsetningar: Medium
Vindur: Calm
Pútt: Auto Fixed (1 pútt <3 metra, 2 pútt 3,1-20 metra, 3 pútt >20 metra)

Mulligans:
Mulligans eru leyfðir í mótinu ef um tæknilega villu er að ræða, t.d. “draugahögg”. Það mun sjást á skorkortinu ef mulligan er notaður og þarf leikmaður að senda skriflega skýringu til ulfar@gkg.is.

Veitt verða glæsileg verðlaun frá PING fyrir efstu þrjú sætin í heildarkeppninni í karla- og kvennaflokki.

Nándarverðlaun verða á tveimur par þrjú brautum í hverju móti.

Vellirnir

TrackMan býður upp á yfir 300 glæsilega golfvelli og því úr miklu úrvali að velja velli til leika á. 

Vellirnir í mótaröðinni eru mjög fjölbreyttir en allir þó viðráðanlegir sem kylfingar ráða við og geta notið þess að leika á.