Takk fyrir skráninguna á golfleikjanámskeið hjá GKG 4.-7. ágúst fyrir hádegi (kl. 9-12).
Mæting er við Íþróttamiðstöð GKG og börnin eru einnig sótt þangað.
Greiðsluseðill verður sendur í heimabanka áður en námskeiðið hefst.

Ýmsar upplýsingar um námskeiðin, markmið ofl. er að finna hér.

Með þátttöku á námskeiðinu veitum við barninu aukafélagsaðild að GKG. Innifalið í aukaaðild er aðgangur að 5 holu æfingavelli (við Vífilsstaðaveg) fyrir barnið og fjölskyldumeðlimi til að koma og leika sér á þegar námskeið eru ekki í gangi. Einnig er hægt að nýta högg-æfingasvæðið og eru seldar æfingafötur í Golfverslun GKG.

GKG býður uppá æfingar fyrir félagsmenn frá 8 ára aldri. Ef áhugi er til áframhaldandi æfinga og iðkunar þá gefst kostur á að æfa á sumaræfingum félagsins, en upplýsingar eru að finna hér. Einnig veitir undirritaður frekari upplýsingar.

Bestu kveðjur,

Úlfar Jónsson
Íþróttastjóri GKG
PGA golfkennari
www.gkg.is
ulfar@gkg.is
+354 862 9204