Námskeið fyrir nýja GKG-inga
Golfakademía GKG býður upp á almenn námskeið allt árið um kring. Upplýsingar um námskeið í boði er að finna í fréttum á heimasíðu GKG sem og hlekknum hér.
Athugið! Námskeiðið á þessari síðu er einungis í boði fyrir nýja félaga í GKG sem greitt hafa inntökugjald og félagsgjald fyrir árið 2025.
Okkar markmið að bjóða nýja félaga velkoma og veita þeim fræðslu hvað varðar tækni, reglur og klúbbinn og þannig að njóta betur alls þess sem GKG hefur upp á að bjóða.
Eftirfarandi dagsetningar standa til boða – skráningarform eru neðar á síðunni:
Hámarksfjöldi í hverjum hópi er 12. Eftir það er biðlisti.
Miðvikudagar | Staðsetning | Tímasetning | Tímasetning |
23.apr | Kórinn | Hópur 1: kl. 17-18 – uppselt | Hópur 2: kl. 18-19 – uppselt |
30.apr | Kórinn | Hópur 1: kl. 17-18 – uppselt | Hópur 2: kl. 18-19 – uppselt |
7.maí | Íþróttamiðstöðin | Hópur 1: kl. 17-18 – uppselt | Hópur 2: kl. 18-19 – uppselt |
14.maí | Íþróttamiðstöðin | Hópur 1: kl. 17-18 – uppselt | Hópur 2: kl. 18-19 – uppselt |
21.maí | Íþróttamiðstöðin | Hópur 1: kl. 17-18 – uppselt | Hópur 2: kl. 18-19 – uppselt |
Mánudagar | Staðsetning | Tímasetning | Tímasetning |
5.maí | Íþróttamiðstöðin | Hópur 3: kl. 37-38 | Hópur 4: kl. 18-19 |
12.maí | Íþróttamiðstöðin | Hópur 3: kl. 37-38 | Hópur 4: kl. 18-19 |
19.maí | Íþróttamiðstöðin | Hópur 3: kl. 37-38 | Hópur 4: kl. 18-19 |
26.maí | Íþróttamiðstöðin | Hópur 3: kl. 37-38 | Hópur 4: kl. 18-19 |
2.jún | Íþróttamiðstöðin | Hópur 3: kl. 37-38 | Hópur 4: kl. 18-19 |
Auk námskeiðsins verður í boði sérstök golfreglufræðsla fyrir byrjendur. Val um að mæta 13. maí eða 20. maí kl. 20-22. Reglufræðsla fer fram í fundarsal GKG, innan af stóra veitingasalnum.
Loks verður einnig spilkennsla í boði sem hentar byrjendum. Val um 15. maí eða 22. maí kl. 17-18:30. PGA kennarar leika 3 holur og nemendur fylgjast með. Áhersla er á praktíska notkun golf- og siðareglna – Mæting við kerrutorg fyrir utan klúbbhúsið.
Umsjón með námskeiðinu hafa PGA kennarar GKG
Námskeiðið er innifalið fyrir nýja félaga sem greitt hafa inntökugjald í GKG.
Ekki verða fleiri námskeið með þessu sniði í sumar og viljum við því hvetja ykkur til að nýta þetta tækifæri til að ná góðum tökum á golfinu núna í upphafi tímabils. Það verða þó alltaf almenn hópnámskeið og einkakennsla í boði.
Birt með fyrirvara um breytingar.
Það er því miður fullt á þetta námskeið en nafn þitt er komið á biðlista. Haft verður samband ef sæti losnar.
Það er því miður fullt á þetta námskeið en nafn þitt er komið á biðlista. Haft verður samband ef sæti losnar.
Námskeið fyrir nýja GKG-inga - Skráning í hóp 3 (Mán 5.5, 12.5, 19.5, 26.5, 2.6 kl 17-18)
ATH hámarksfjöldi er 12 manns
Námskeið fyrir nýja GKG-inga - Skráning í hóp 4 (Mán 5.5, 12.5, 19.5, 26.5, 2.6 kl 18-19)
ATH hámarksfjöldi er 12 manns