Golfkennsla
Almenn golfnámskeið

Nýliðanámskeið GKG félagsmanna

Golfakademía GKG býður upp á almenn námskeið allt árið um kring. Upplýsingar um námskeið í boði er að finna í fréttum á heimasíðu GKG sem og hlekknum hér

Skráning á nýliðanámskeið GKG 2024

 

Nýliðanámskeiðin eru einungis ætluð nýjum GKG félögum árið 2024, 19 ára og eldri, sem eru að stíga fyrstu skrefin í golfinu.

Nýjir félagar sem flokkast ekki sem byrjendur, s.s. koma úr öðrum klúbbum og hafa áður tekið þátt á nýliðafræðslu, hafa ekki heimild til að taka þetta námskeið. Við bendum þeim á að skoða almenn hópnámskeið eða einkakennslu hér. Þessi námskeið henta ekki börnum en við bendum á æfingar fyrir börn og unglinga. Nemendur fá námskeiðsgögn, tæknikennslu, spilkennslu og reglufræðslu.

Nýliðafræðslan, sem kostar aðeins kr. 13.650, samanstendur af þremur aðskildum tímum (grunntæknikennsla, reglufræðsla og spilakennsla) auk vikulegra framhaldstíma sem verða á þriðjudögum frá 21. maí til 25. júní. 

Okkar markmið að hjálpa nýjum kylfingum eftir fremsta megni að ná tökum á íþróttinni og njóta alls þess sem GKG býður upp á.

Eftirfarandi dagsetningar standa til boða – skráningarform eru neðar á síðunni:
 

Hámarksfjöldi í hverjum hópi er 24 manns.

Reglufræðsla fer fram í fundarsal GKG, innan af stóra veitingasalnum. Ath. að hægt er að mæta 8.5 eða 13.5 eftir því hvað hentar betur.

Tæknikennsla fer fram á neðri hæðinni í GKG, á pútt- og vippflöt sem og í hermum.

Spilakennslan fer fram á Mýrinni þar sem kennarar leika 3 holur og nemendur fylgjast með.

Í framhaldi af námskeiðinu verða í boði fastir vikulegir tímar á þriðjudögum frá 21. maí – 25. júní

Vikulegir tímar i boði:

kl 12:00 – 13:00

kl 16:30 – 17:30

Umsjón með námskeiðinu hafa PGA kennarar GKG

Verð fyrir allan pakkann aðeins kr. 13.650.- Áður en námskeiðið hefst verður sendur greiðsluseðill í heimabanka.

Aðeins fyrir nýja GKG meðlimi sem eru að stíga sín fyrstu skref í íþróttinni og eru því með fulla forgjöf.

Ekki verða fleiri nýliðanámskeið með þessu sniði í sumar og viljum við því hvetja ykkur til að nýta þetta tækifæri til að ná góðum tökum á golfinu í sumar. Það verða þó alltaf almenn hópnámskeið og einkakennsla í boði.

Birt með fyrirvara um breytingar.

Hópur 1:
Mið 8.5 reglufræðsla 20-22
Þri 14.5 tæknikennsla 18-19:30
Fim 16.5 spilakennsla 17:30-18:45

Hópur 2:
Mið 8.5 reglufræðsla 20-22
Þri 14.5 tæknikennsla 19:30-21
Fim 16.5 spilakennsla 17:30-18:45

 

 

Hópur 3:
Mán 13.5 reglufræðsla 20-22
Mið 15.5 tæknikennsla 18-19:30
Fim 16.5 spilakennsla 17:30-18:45

 

 

Hópur 4:
Mán 13.5 reglufræðsla 20-22
Mið 15.5 tæknikennsla 19:30-21
Fim 16.5 spilakennsla 17:30-18:45

Nýliðanámskeið - Skráning í hóp 1 (Mið 8.5 – Þri 14.5 kl 18-19:30 – Fim 16.5)

ATH hámarksfjöldi er 24 manns

 

Nýliðanámskeið - Skráning í hóp 2 (Mið 8.5 – Þri 14.5 kl 19:30-21 – Fim 16.5)

ATH hámarksfjöldi er 24 manns

 

 

Nýliðanámskeið - Skráning í hóp 3 (Mán 13.5, Mið 15.5 kl. 18-19:30, Fim 16.5)

ATH hámarksfjöldi er 24 manns

 

 

Nýliðanámskeið - Skráning í hóp 4 (Mán 13.5, Mið 15.5 kl. 19:30-21, Fim 16.5)

ATH hámarksfjöldi er 24 manns