Uglumótaröð GKG
Þar sem hvunndagskylfingar leika sitt besta golf,
mánudaga til fimmtudaga
Úrslit í öllum mótum
Mót 1: 3.-6. mars Liberty National
Mót 2: 10.-13. mars Adare Manor
Mót 3: 17.-20. mars PGA West Stadium
Mót 4: 24.-27. mars Royal County Down
Mót 5: 31.-3. apríl Valhalla Golf Club
Staðan í heildarkeppninni
Kvennaflokkur
Heildarstaðan
Karlaflokkur
Heildarstaðan
Mótaröðin er innanfélagsmótaröð
Ekkert gjald er fyrir þátttöku í mótinu, þú einfaldlega bókar og greiðir fyrir notkun á herminum. Aðeins er hægt að leika í hermum GKG í Íþróttamiðstöðinni og Kórnum.
Hægt verður að taka þátt á mánudegi til fimmtudags og fer fyrsta mótið fram 3.-6. mars og það seinasta 31.-3. apríl.
Um er að ræða 18 holu mót.
Alls verða 5 mót og gilda 4 bestu mótin í heildarkeppninni.
Verðlaun eru veitt fyrir efsta sætið í hverju móti í karla- og kvennaflokki.
Einnig er veitt verðlaun fyrir besta heildarárangur karla og kvenna og gilda 4 bestu punktaskorin.
Nándarverðlaun á tveimur par holum í hverju móti.
Ekki er nauðsynlegt að skrá sig, mótið verður til taks í TrackMan Tournaments flipanum sem valinn er í herminum sem leikið er í.
Keppnisskilmálar
Leikfyrirkomulag:
- Leiknar eru 18 holur í punktakeppni með forgjöf.
- Keppt er í karla- og kvennaflokki
- Til að keppa til verðlauna þarf keppandi af hafa löglega forgjöf með lágmark þremur hringjum til forgjafar í Trackman.
Verðlaun í hverju móti:
- 5×30 mínútna kort í GKG hermi eru veitt karli og konu með besta punktaskor í hverri umferð.
- 60 mín kort í GKG hermi er veitt fyrir næst holu á tveimur par 3 holum í hverri umferð.
Verðlaun fyrir heildarkeppni þar sem 4 bestu skor telja:
- 5×30 mínútna kort í GKG hermi eru veitt karli og konu með besta heildarskor í 4 umferðum.
Stillingar í hverri umferð:
Greens: Medium
Greens stimp: 9 fet
Pins: Medium
Wind: Calm
Pútt: Auto Fixed (1 pútt <3 metra, 2 pútt 3,1-20 metra, 3 pútt >20 metra)
Mulligans:
Mulligans eru leyfðir ef um tæknilega villu er að ræða, t.d. “draugahögg”. Það mun sjást á skorkortinu ef mulligan er notaður og þarf leikmaður að senda skriflega skýringu til ulfar@gkg.is.
Lögleg Trackman forgjöf:
Leikin er punktakeppni með TrackMan forgjöf. Nauðsynlegt er að hafa löglega Trackman forgjöf. Hún er fengin með því að hafa lágmark þrjá hringi skráða til forgjafar í Trackman kerfinu.
Verðlaun í karla- og kvennaflokki í hverju móti:
5 skipta klippikort í golfherma GKG
Heildarverðlaun fyrir besta skor í höggleik án forgjafar karla og kvenna:
5 skipta klippikort í golfherma GKG
Nándarverðlaun á tveimur brautum í hverju móti:
60 mínútur í Trackman hermi GKG
Við spilum heimsfræga velli þar sem mörg stórmótin hafa verið haldin!
