Skipulag nefnda

Stjórn GKG skipar allar nefndir sem starfa innan klúbbsins. Þær eru ýmist fastanefndir sem sinna tilteknum málaflokkum eða tímabundnar nefndir sem sinna afmörkuðu, tímabundnu verkefni. Ávallt skal skilgreina hlutverk og helstu verkefni nefndar. Fastanefndir skulu að jafnaði skipaðar eigi síðar en einum mánuði eftir aðalfund klúbbsins ár hvert.

Í nefnd sitja að jafnaði þrír til tíu klúbbfélagar, eftir ákvörðun stjórnar hverju sinni. Stjórn skipar formann nefndar en að öðru leyti skiptir nefnd sjálf með sér verkum eftir því sem ástæða þykir. Starfsfólk klúbbsins situr að jafnaði ekki í nefndum.

Formaður nefndar skal gera stjórn grein fyrir störfum hennar svo oft sem stjórn óskar. Allar nefndir skulu taka saman yfirlit um störf sín eigi síðar en 1. nóvember ár hvert.

Nefnd getur hvorki ákveðið stefnu klúbbsins í einstökum málaflokkum né skuldbundið hann fjárhagslega nema stjórn veiti henni ótvírætt umboð til þess.

Nefnd hefur ekki boðvald yfir framkvæmdastjóra klúbbsins eða öðru starfsfólki. Þá dregur tilvist nefndar á engan hátt úr valdi og ábyrgð framkvæmdastjóra á daglegum rekstri klúbbsins. Framkvæmdastjóri, íþróttastjóri, vallarstjóri og þjónustustjóri sitja í eða starfa með einstökum nefndum eftir því sem nánar segir í skilgreiningu á hlutverki og helstu verkefnum nefndar.

Hlutverk aganefndar:

  • Fjallar um brot félagsmanna gegn reglum GKG og ákveður viðurlög við þeim.
  • Nefndin fjallar ekki um brot sem varða annað en golfleik og beinast á einhvern hátt að GKG eða starsmönnum félagsins; stjórn fjallar um slík brot.

Markmið aganefndar:

  • Gæta ítrasta hlutleysis við meðferð agabrota.
  • Fjalla um mál og afgreiða þau eins fljótt og auðið er án þess þó að það komi niður á gæðum úrskurða.

Framkvæmdastjóri starfar með aganefnd.

Aganefnd fyrir starfsárið 2024 skipa:

  • Bergþóra Sigmundsdóttir (formaður)
  • Ragnheiður Stephensen
  • Bergsveinn Þórarinsson

Starfsreglur aganefndar má nálgast með því að smella á hlekkinn hér að neðan

Starfsreglur aganefndar GKG 19-4-2017.

Hlutverk forgjafarnefndar:

  • Heldur utan um öll forgjafarmál GKG.

Markmið forgjafarnefndar:

  • Endurmeta forgjöf alla félagsmanna GKG í upphafi hvers árs.

Framkvæmdastjóri starfar með forgjafarnefnd.

Frogjafarnefnd GKG fyrir starfsárið 2024 skipa:

  • Kjartan Bjarnason (formaður)
  • Sæmundur Melsted
  • Bergveinn Þórarinsson

Íþróttanefnd GKG:
• Leitast við að skapa kylfingum í GKG aðbúnað og atlæti sem stenst samjöfnuð við það sem best gerist á Íslandi.
• Mótar afreksstefnu GKG í samráði við íþróttastjóra.
• Mótar stefnu GKG sem fjölskylduvæns íþróttafélags í samráði við íþróttastjóra.
• Stendur fyrir fræðslufundum fyrir félaga í GKG í samvinnu við íþróttastjóra og dómara GKG.
• Skipar foreldraráð GKG, sem hefur umsjón með öðru barna- og unglingastarfi GKG en telst beint íþróttastarf.

Íþróttanefnd GKG fyrir starfsárið 2024 skipa:

  • Sigmundur Einar Másson (formaður)
  • Etna Sigurðardóttir
  • Sveinn Kristinn Ögmundsson
  • Thelma Harðardóttir

Síðu kvennanefndarinnar má sjá hér.

Hlutverk kynningarnefndar:

  • Gefa út ársrit GKG
  • Ganga frá útlitshönnun á skiltum, auglýsingum og öðru markaðsefni GKG
  • Við halda útlitshönnun GKG

Markmið kynningarnefndar:

  • Ársskýrsla GKG sé áhugaverð og beri af öðrum ársskýrlum golfklúbba á Íslandi
  • Allar merkingar séu samræmdar innan GKG
  • Tryggja það að allar mekringar, skilti og auglýsingar séu innan hönnunarstaðals.

Framkvæmdastjóri starfar með kynningarnefnd.

Formaður kynningarnefndar fyrir starfsárið 2024 er Sigurður Hlöðversson

Hlutverk mótanefndar:

  • Fjallar um árlega áætlun um öll mót á golfvöllum klúbbsins sem þjónustustjóri leggur fram. Þetta gildir um innanklúbbsmót, opin mót á vegum klúbbsins, mót á vegum fyrirtækja og mót á vegum GSÍ.
  • Undirbýr og fylgist með framkvæmd móta í samvinnu við þjónustustjóra og annað starfsfólk klúbbsins.

Markmið mótanefndar:

  • Klúbburinn sé ávallt í fremstu röð mótshaldara innan GSÍ.
  • Árlega séu haldin mót við allra hæfi á vegum klúbbsins.
  • Styrkja félagsandann í klúbbnum með öflugum innanfélagsmótum.
  • Mótshald fyrir fyrirtæki efli rekstur klúbbsins.

Framkvæmdastjóri starfar með mótanefnd.

Formaður mótanefndar fyrir starfsárið 2024 er Ragnheiður Stephensen

Hlutverk trjáræktarnefndar:
 
• Stuðla að uppbyggingu fjölbreytts trjágróðurs á vallarsvæði GKG. 
• Skipuleggja í samráði við vallarstjóra gróðursetningu
• Vera ráðgefandi við val og staðsetningu trjá- og runnagróðurs
• Veita aðstoð með framtíðarskipulag trjásvæða/trjáræktar
• Styðja við fegrun vallarvæðisins
• Virkja meðlimi til þátttöku í gróðursetningu
• Auka vitund og virðingu fyrir gróðri innan GKG
 
Markmið trjáræktarnefndar:
 
• Að golfvellir GKG státi af fjölbreyttum trjágróðri sem falli vel að öðrum einkennum golfvallanna og umhverfi þeirra. 
• Að uppbyggingu trjágróðurs verði hluti af hefðbundinni uppbyggingu og viðhaldi golfvalla.
 
Trjáræktarnefnd fyrir árið 2024 skipa:
 
• Einar Þorsteinsson, formaður. Jens Sigurðsson og Jón Ingvar Jónasson

Hlutverk vallarnefndar:

  • Fjallar um langtímaáætlun um meiriháttar viðhald og nýframkvæmdir á umráðasvæði klúbbins sem framkvæmdastjóri og vallarstjóri leggja fram. Að lokinni umfjöllun nefndarinnar skal áætlunin lögð fyrir stjórn til afgreiðslu.
  • Fjallar um árlega áætlun sem framkvæmdastjóri og vallarstjóri leggja fram um viðhald og nýframkvæmdir á umráðasvæði klúbbsins og fjárfestingu í tækjabúnaði vélamiðstöðvar og fylgist með framgangi hennar.
  • Fylgist með umhirðu á umráðasvæði klúbbsins og móta tillögur um úrbætur ef þörf krefur.
  • Fylgist með starfsemi vélamiðstöðvar klúbbsins.

Helstu markmið nefndarinnar eru:

  • Byggingum á umráðasvæði klúbbsins sé ávallt vel við haldið.
  • Ástand golfvalla, æfingasvæða og annarra útisvæða kylfinga sé ávallt eins og best verður á kosið.
  • Umhirða á umráðasvæði klúbbsins sé ávallt til fyrirmyndar.

Vallarstjóri starfar með vallarnefnd.

Vallarnefnd fyrir starfsárið 2024 skipa:

  • Sigurður Kristinn Egilsson (Formaður)
  • Einar Þorsteinsson
  • Ragnheiður Stephensen
  • Ragnar Már Garðarsson
  • Ingibjörg Hinriksdóttir
  • Birgir Leifur Hafþórsson

Hlutverk viðburðarnefndar :

  • Hafa frumkvæði að skemmtanahaldi á vegum félagsins
  • Sjá um hjóna og para keppnina
  • Sjá um bændaglímuna
  • Vera með viðburði sem auka skemmtanagildi þess að vera í GKG eins og:
    • Spilakvöld
    • Horfa á mót í sjónvarpi
    • Halda viðburði á veturna eins og innanhússpúttmót

Markmið viðburðarnefndar :

  • Að auka gildi þess að vera GKG-ingur
  • Efla GKG andann

Viðburðarnefnd fyrir starfsárið 2024 skipa:

  • Markús Einarsson (formaður)
  • Ingibjörg Hinriksdóttir
  • Heiða Hauksdóttir

Framkvæmda- og þjónustustjóri starfa með viðburðarnefnd.

Síðu öldunganefndarinnar má sjá hér.