Kvennanefnd

Home/Um GKG/Nefndir GKG/Kvennanefnd

Hlutverk kvennanefndar:

 • Fjallar um stefnu klúbbsins um leiðir til að efla kvennastarf og fjölga konum í klúbbnum. Að lokinni umfjöllun nefndarinnar skal stefnan lögð fyrir stjórn til afgreiðslu.
 • Stuðlar að samvinnu og samstöðu kvenna í klúbbnum og leitar leiða til að efla félagsanda meðal þeirra.
 • Skipuleggur æfingar, mót og aðra viðburði fyrir konur í samráði við þjónustustjóra.

Markmið kvennanefndar:

 • Að hlutfall kvenna í klúbbnum sé hærra en í nokkrum öðrum golfklúbbi á landinu.

Íþróttastjóri starfar með kvennanefnd.

Kvennanefnd fyrir starfsárið 2017 skipa:

 • Bryndís Ósk Jónsdóttir meðstjórnandi
 • Helga Björg Steingrímsdóttir ritari
 • Hildur Arnardóttir meðstjórnandi
 • Linda Björg Pétursdóttir gjaldkeri
 • Sesselja Magnea Matthíasdóttir varaformaður
 • Sigríður Hjaltadóttir meðstjórnandi
 • Þorgerður Jóhannsdóttir formaður

Dagskrá 2017

Skemmtikvöld TARAMAR kvennanefndar 19. apríl á Mulligan GKG.

New York, New York – Sjöundi áratugurinn er þema kvöldsins. Skráning á gkgkonur@gmail.com  til 15. apríl. Sjá nánar í auglýsingu frá kvennanefnd.

Fræðslukvöld  25. apríl   “Með hausinn á vellinum” Sigurpáll G. Sveinsson PGA kennari kl. 18.00. Saltat að hætti hússins 1.250.- skráning verður sett uppá facebook síðu kvennanefndar í matinn, eða með t.pósti í netfangið gkgkonur@gmail.com

Reglukvöld 17. maí (miðvikudagur)  kl. 18.00 Þorgrímur Björnsson golfdómari fer yfir öll helstu atriði regluverksins sem gott er að rifja upp. Saltat að hætti hússins 1.250.- skráning verður sett uppá facebook síðu kvennanefndar í matinn eða með t.pósti í netfangið gkgkonur@gmail.com

Þriðjudagsspil og innanfélagsmót FREIXENET.
Við spilum alla þriðjudaga á Mýrinni 17.00 –  18.50 og hefjum þriðjudagsspilið 9. maí. Skráning er á golf.is og vinsamlegast athugið að lausir tímar eru látnir öllum félögum konum sem körlum eftir kl. 12 á spiladegi.

Síðasta þriðjudag í mánuði verðum við með mót í tímunum okkar. Þetta verða FREIXENETmót með ýmsum hætti en fyrirtækið Víntríó verður styrktaraðili okkar í öllum þeim mótum. Fyrsta mótið verður 30.maí.
FREIXENET-Texasscramble þriðjudaginn 30. maí
FREIXENETmót  Einstaklingsmót – þriðjudaginn 27. júní
FREIXENETmót  Einstaklingmót  –   þriðjudaginn 25. júlí
FREIXENETmót- Litaþema  þriðjudaginn 29. ágúst

Vinkvennamót Oddur
Hið sívinsæla vinkvennamót með Oddskonum verður að vanda, Oddskonur koma til okkar í GKG 13. júní, rástímar kl. 11.00- 15.00. Við förum síðan til þeirra 20. júní, rástímar frá kl 11.00-15.00. Skráning verður á golf.is og einungis heimilt að skrá tvær og tvær frá hvorum klúbbi í holl. Færslur milli holla verða af hálfu mótanefndar ef konur skrá sig fl. ef tvær í hvorum klúbb í holl.  Verðlaunaafhending verður hjá GO í lokin. Nánar um mótið verður auglýst þegar nær dregur.

TARAMARmót
NÝTT  – Vorferð á Hólmsvöll
í Leiru verður laugardaginn 13. maí.
Lagt verður af stað kl: 9.30 með rútu frá GKG. Ræst út á öllum holum kl: 11.00 verðlaunaafhendign og síðdegishressing á Leirunni. Skráning á golf.is  Nánar auglýst síðar.

TARAMAR innanfélagsmót  18.7. Leirdalur

Nánar auglýst síðar. Skráningá golf.is 


TARAMARmót
Óvissuferð/vissuferð  verður föstudaginn 11. ágúst.
og verður auglýst nánar síðar. Lagt verður af stað um morguninn með rútu. Takið daginn frá dömur!

TARAMAR -Lokamót okkar á Leirdal verður sunnudaginn 3. september og lokaslúttið verður föstudaginn 8. september á Mulligan  þar sem sumarið verður gert upp. Nánar auglýst síðar.

 

Golfdagatal –Takið dagana frá!

Mars

14.03 / 28.03 TARAMAR púttmót Kór

Apríl
19.4. Skemmtikvöld New York, New York, sjöundi áratugurinn!
25.4  “Með hausinn á vellinum” fræðslukvöld Sigurpáll G. Sveinsson PGA kennari

18. og 25. apríl er æfingasvæðið í Kórnum opið – engin skipulögð starfsemi

Maí
17.5  Reglukvöld, Þorgrímur Björnsson golfdómari
09.5. Mýrin – Þriðjudagsspil
16.5. Mýrin – Þriðjudagsspil
23.5. Mýrin – Þriðjudagsspil
30.5. Mýrin – FREIXENET- Texasscramblemót

Júní
6.6.   Mýrin – Þriðjudagsspil
13.6. Vinkvennamót – Leirdalur   GKG – GO
13.3. Mýrin – Þriðjudagsspil
20.6  Mýrin –   Þriðjudagsspil
20.6. Vinkvennamót – Urriðavöllur GO – GKG
27.6.
Mýrin – FREIXENET – einstaklingsmót

Júlí
4.7.   Mýrin – Þriðjudagsspil
11.7. Mýrin – Þriðjudagsspil
18.7. Mýrin – þriðjudagsspil
18.7. Leirdalur – TARAMAR – innanfélagsmót
25.7. Mýrin –  FREIXENET – einstaklingsmót

Ágúst
1.8.   Mýrin – Þriðjudagsspil
8.8.   Mýrin – Þriðjudagsspil
11.8. TARAMARmót – Óvissu /vissuferð nánar síðar
15.8. Mýrin – Þriðjudagsspil
22.8. Mýrin – þriðjudagsspil
29.8. Mýrin – FREIXENET Litaþema-Lokamót

September
3.9. Leirdalur – TARAMAR lokamót
8.9. Lokahóf TARAMAR kvennanefndar GKG