Öldunganefnd GKG

Hlutverk öldunganefndar:

  • Halda árlegt mót öldunga GKG
  • Standa fyrir öðrum viðburðum sem eflir félagslíf öldunga GKG
  • Standa að viðburðum yfir veturinn sem hentar öldungum

Markmið öldunganefndar:

  • Efla virkni öldunga í mótum og félagslífi GKG
  • Að GKG verði áhugaverður golfklúbbur fyrir öldunga

Í öldunganefnd eru:

  • Kristján Snædal (formaður)
  • Gunnar Árnason
  • Einar B. Tómasson
  • Atli Ágústsson
  • Elísabet Þórdís Harðardóttir
  • Soffía Ákadóttir
  • Árni Gunnarsson
  • Lilja Ólafsdóttir
  • Friðbjörn Steinsson

Þjónustustjóri starfar með öldunganefnd.

Mótadagatal öldunganefndar GKG

með fyrirvara um breytingar

Þegar leikið er á heimavelli er mótsgjald kr. 2.000,- sem greiðist við skráningu í GolfBox. Allur ágóði af þessum mótum er til styrktar barna- og unglingastarfi GKG.

Þegar mót eru haldin hjá öðrum golfklúbbum, er mótsgjald greitt hjá viðeigandi klúbbi.

Allir GKG öldungar 65+ ára eru hvattir til að mæta og nú viljum við sjá fleiri konur mæta til leiks.

Bestu kveðjur,

Atli, Randver, Kristján, Einar, Elísabet, Gunnar, Árni og Soffía

 

Vetrardagskrá

Hermamót eru að jafnan fyrsta miðvikudag í hverjum mánuði.

Í nóvember er unglinga starf á okkar miðvikudegi, svo við færum mótið á fimmtudaginn 6 nóvember. Þá verður leikinn golfvöllur í Bretlandi sem er The Drift golfclub 4.599 metrar, teigur blár.

3. desember förum við til USA og leikum á Oakmont Country Club 4.788 metrar. Teigur gold.

7. janúar er það Svíþjóð og leikum á Barsebeck Golfclub, Pine Course, 4.761 meter, teigur red.

4. febrúar er það Finnland, Trapiola Golfclub, 4.646 metrar, teigur 46.

4. Mars er það Frakkland, Golf de Saint, 4.975 metrar, teigur red.

1. apríl er Þýskaland, Achimer Golf club, 4.818 metrar, teigur red.

Væntanlega 6. maí, Noregur, Stjordal Golf Club, 4.456 metrar, teigur 3.

Púttmót
Alla miðvikudaga sem ekki eru golfhermamót þá höldum við púttmót.

Hægt er að hefja leik hvenær sem er frá 9:15-10:30 og leik lýkur kl. 11:00, nema bráðabana þurfi til að fá úrslit.

Vegna púttmóta:
Fólk skráir sig hjá stjórnanda og skilar svo útfylltu skorkorti til hans þegar leik er lokið.

Leiknar eru 18 holur í einu og leyfilegt að leika allt að þrjá hringi, sá besti gildir til úrslita. 

 

 

ATHUGIÐ AÐ UPPLÝSINGAR FYRIR OFAN ERU BIRTAR MEÐ FYRIRVARA UM BREYTINGAR.