Hlutverk trjáræktarnefndar:
• Stuðla að uppbyggingu fjölbreytts trjágróðurs á vallarsvæði GKG. 
• Skipuleggja í samráði við vallarstjóra gróðursetningu
• Vera ráðgefandi við val og staðsetningu trjá- og runnagróðurs
• Veita aðstoð með framtíðarskipulag trjásvæða/trjáræktar
• Styðja við fegrun vallarvæðisins
• Virkja meðlimi til þátttöku í gróðursetningu
• Auka vitund og virðingu fyrir gróðri innan GKG
 
Markmið trjáræktarnefndar:
• Að golfvellir GKG státi af fjölbreyttum trjágróðri sem falli vel að öðrum einkennum golfvallanna og umhverfi þeirra. 
• Að uppbyggingu trjágróðurs verði hluti af hefðbundinni uppbyggingu og viðhaldi golfvalla.
 
Trjáræktarnefnd fyrir árið 2024 skipa:
• Einar Þorsteinsson, formaður. Jens Sigurðsson og Jón Ingvar Jónasson