Fyrirtækjaþjónusta GKG

Fyrirtæki skipa mikilvægan sess í íþróttastarfinu hjá okkur í GKG. Annars vegar styrkja þau starfið okkar með myndarlegum hætti og hins vegar kaupa þau ýmsa þjónustu af okkur.

Við hjá GKG getum sett upp allskyns þjónustupakka fyrir fyritæki sérsniðna að þörfum hvers og eins. Með ýmiss konar samblöndu af veitingasölu, inniaðstöðu, útiaðstöðu og golfiðkun getum við auðveldað fyrirtækjum að halda stefnumótunardaga eða önnur fundarhöld auk þess sem við erum sérfræðingar í ýmiss konar viðburðum sem miða að því að fyrirtæki eigi gæða stund með sínum viðskiptavinum.

  • Glæsilega fundaraðstöðu (2 til 30 manna)
  • Margvíslega möguleika á að brjóta fundina upp með útiveru eða golfleikjum
  • Fyrir kl. 17:00 getum við sett upp golfmót í golfhermum GKG, sérsniðin að þörfum fyrirtækja
  • Á sumrin höldum við hefðbundin fyrirtækjamót ásamt nýjung sem við köllum “mini mót”
  • Á veitingastaðnum Mulligan er hægt að fá ljúffengan mat.
  • Fyrir stærri fundi eða viðburði getum við leigt út salinn okkar sem tekur um 170 manns í sæti

Hér að neðan má sjá dæmi um þjónustu sem við höfum sérsniðið að þörfum ýmissa fyrirtækja.

Vegna fyrirspurna um sali eða veitingaþjónustu hafið samband við Íris Hervör, janatommi@gkg.is eða í síma 8679357. 

Vegna fyrirspurna um fyrirtækjaþjónustu hafið samband við Úlfar þjónustustjóra, ulfar@gkg.is 

VIP golfmót á Leirdalsvelli

GKG býður upp á glæsilega umgjörð utan um „VIP mót“ fyrir fyrirtæki á Leirdalsvelli með mótsstjórn. 

Hægt er að byrja mótið í fundarherbergjum GKG með veitingum og skála fyrir góðu móti. Starfsmenn GKG ræsa út leikmenn. Skorkort eru sérprentuð en einnig rafræn skorskráning í GolfBox þannig að hægt er að fylgjast með stöðunni allar 18 holurnar.

Möguleiki er að setja upp alls kyns leiki, meðal annars keppni á milli holla og skor er skráð á rauntíma.

Gert er ráð fyrir því að fjöldi holla séu ekki fleiri en 6 og að seinasti rástími sé ekki seinna en kl. 14.

VIP golfhermamót í TrackMan

VIP golfhermamót fara fram í afmörkuðu rými þar sem val er um 4 eða 8 golfherma. Allt að fjórir kylfingar geta verið í hverjum hermi.

GKG setur upp mótið í hermunum, aðstoðar með val á golfvelli og fyrirkomulagi, auk mótsstjórnar þar sem staða kylfinga birtast á skjá í rýminu.

Hægt er að fá fundarherbergi GKG undir mat fyrir og/eða eftir leik. Jafnframt er hægt að fá veitingar í hermana á meðan leik stendur.

VIP golfhermamóti þarf að vera lokið fyrir kl. 15.

Upplýsingar vegna golfmóts: Úlfar Jónsson, ulfar@gkg.is, 862 9204

Upplýsingar vegna Mulligan veitinga: Íris Hervör, janatommi@gkg.is, 867 9357

Stefnumótun eða efling liðsheildarinnar hjá GKG

Hjá GKG er einstakt umhverfi til að halda ýmsa fundi eins og til dæmis stefnumótunardag eða eflingu liðsheildarinnar.

Fundarherbergin taka allt upp í 30 manns og stóri salurinn tekur 170 manns í sæti. Til að brjóta upp vinnudagana getum við boðið upp á ýmsa afþreyingu á neðri hæðinni okkar þar sem við erum með 16 golfherma, vippsvæði og 18 holu púttvöll. PGA kennarar okkar geta sett upp alls kyns leiki, ekki er þörf á því að þátttakendur hafi áður reynt fyrir sér í golfi. Þá er umhverfi golfskálans einstakt og tilvalið til að brjóta upp daginn með útiveru.

Nánari upplýsingar og bókanir: Íris Hervör, janatommi@gkg.is, 867 9357