Vallareftirlit GKG

Hjá GKG er öflugt vallareftirlit til þess að gera leikinn á völlunum okkar sem ánægjulegastan sem og að gæta þess að farið sé eftir reglum klúbbsins.

Reglur varðandi rástímabókanir eru:

  • GKG-ingar geta bókað rástíma kl 21:00 – 4 dögum fyrir rástímann.
    Dæmi = kl. 21:00 á föstudagskvöldi get ég bókað út þriðjudag
  • Utan GKG geta bókað rástíma kl 21:00 – 2 dögum fyrir rástímann.
    Dæmi = kl 21:00 á föstudagskvöldi get ég bókað út sunnudag
  • GKG-ingur getur verið með allt að 3 virkar bókanir á Leirdalnum en 4 virkar bókanir á Mýrinni
  • GKG-ingar geta bókað fyrir utanfélagsmenn sjálfir.
  • Bil á milli rástímabókana sama dag á Leirdal: 5 klst.
  • Bil á milli rástímabókana sama dag á Mýrin : 2 klst.
  • Staðfesta þarf mætingu í Golfbox appinu áður en leikur hefst.
  • Afbóka skal a.m.k. tveimur klukkustundum fyrir bókaðan rástíma, ef þú sérð ekki fram á að geta nýtt rástímann þinn.

Allir sem koma á vellina okkar þurfa að skrá sig inn á völlinn með QR kóða sem er í anddyri verslunarinnar. Ef félagsmaður mætir ekki á skráðan rástíma, þá kemur hann í veg fyrir það að annar félagsmaður getur nýtt rástímann.

Viðurlögin eru:

  • 1 brot, áminning
  • 2 brot, lokað fyrir rástímaskráningu í 7 daga
  • 3 brot, lokað fyrir rástímaskráningu í 14 daga
  • 4 brot, lokað fyrir rástímaskráningu út golfárið

Ekki er leyfilegt að skrá aðra kylfinga með sér í holl nema þeir hafi samþykkt að mæta í rástímann sjálfir. Annað felur í sér tillitsleysi gagnvart öðrum.

Bannað er að “lána” félagsaðild sína með því að skrá sig á rástíma og leyfa öðrum að leika undir sínu nafni. Slíkt brot getur falið í sér brottvísun úr GKG.

 

Leikhraðamarkmið GKG:

Á þétt setnum golfvöllum er mjög mikilvægt að halda góðum leikhraða.

  • Við spilum “Ready golf” – fyrstur kemur fyrstur slær
  • Höldum í við hollið á undan okkur
  • Verum tilbúin
  • Göngum rösklega
  • Hámarksleitartími er 3 mínútur

Þurfir þú að aðstoð vallareftirlitsins að halda er beint símanúmer til þeirra 863 7373.

Þetta getur átt við ef:

  • slys ber að höndum
  • leikhraði er hægur
  • hætturlegar aðstæður skapast, svo sem börn við leik hjá tjörnum eða þar sem þau gætu orðið fyrir bolta

Helstu markmið, ábyrgðir og skyldur vallareftirlitsins:

  • Aðstoða kylfinga eftir bestu getu og sýna þeim ávallt fyllstu kurteisi.
  • Fylgjast með og sjá til þess að kylfingar fari eftir settum reglum klúbbsins og reglum GSÍ um golfleik.
  • Fylgjast með og sjá til þess að engin leiki vellina nema félagar í GKG ogþeir sem hafa greitt vallargjöld.
  • Fylgjast með leikhraða.
  • Hafa eftirlit með að kylfingar fylgi reglum klúbbsins um snyrtimennsku í klæðaburði.
  • Fylgja eftir að kylfingar fari eftir settum umgengnisreglum