XPS – Sideline
XPS – Sideline
Nú eru æfingarnar komnar í appið sem heitir „XPS Network“.
Við mælum með því að bæði iðkendur og aðstandendur sæki sér appið og skrái sig inn. Þar ættu nú að birtast allar æfingar fyrir hópinn sem iðkandinn er skráður í. Ef æfingar birtast ekki, getur verið að viðkomandi sé ekki kominn í réttan hóp og þá má senda tölvupóst á gummid@gkg.is með beiðni um réttan hóp.
Innskráning
Best og einfaldast er að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum. Ef iðkandi er ekki með rafræn skilríki er hægt að fá notendanafn og lykilorð frá okkur en fyrir iðkendur yngri en 18 ára þarf foreldri þá að staðfesta með pin-númeri sem er að finna í appinu hjá foreldrinu. Leiðbeiningar um þetta koma bæði í appinu sjálfu og í tölvupóstinum þar sem notendanafnið er sent.
Þetta verður okkar samskiptakerfi og því mikilvægt eins og áður segir að sækja appið og vera með á nótunum.
Leiðbeiningar
Hér er að finna fleiri leiðbeiningar, ég hvet ykkur til þess að skoða það ef þið eruð í vandræðum. Þar er að finna svar við algengum spurningum.