kenna-i-hermi

TrackMan með PGA kennara

TrackMan gefur kylfingnum ógrynni upplýsinga um sveifluna og boltaflugið. Til að upplýsingarnar nýtist sem best getur það verið góður leikur að byrja æfingaprógrammið með einum af PGA kennurum GKG. Kennarinn greinir sveifluna með aðstoð TrackMan, útskýrir hvaða lykil upplýsingar kylfingurinn á að skoða og hvaða gildi skipta máli við að bæta sveiflutæknina. Kylfingurinn fær verkefni eftir hvern tíma og getur sjálfur unnið áfram í TrackMan einn síns liðs á milli tíma með kennaranum. Með þeim hætti sér viðkomandi hvort hann sé á réttri leið, árangurinn verður sýnilegur og hættan á því að kylfingurinn fari úr fasa við það sem kennarinn ráðleggur er lágmarkaður.

Hægt er að panta tíma með kennara með því að senda tölvupóst á ulfar@gkg.is eða hringja í síma 570 7373.