UM GKG
Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar er staðsettur mitt á milli þessara tveggja bæjarfélaga.
Við eigum tvo dásamlega golfvelli, Leirdalsvöllinn sem er 18 holu golfvöllur og Mýrina sem er 9 holu golfvöllur.
Í GKG er einnig að finna glæsilega inniaðstöðu, með 16 Trackman golfhermum og tveimur stórum flötum fyrir pútt og vipp.
Einstakur andi ríkir innan klúbbsins þar sem við státum okkur af því að eiga eitt besta barna-, unglinga-, og afreksstarf á Íslandi, sterkt og virkt kvennastarf, öfluga nýliðahreyfingu og allt þar á milli.
Ef þú hefur áhuga á því að skrá þig í klúbbinn, hafðu þá samband við okkur hér og við aðstoðum þig með framhaldið.
Við bendum á að biðlisti eftir aðild 19 ára og eldri er mjög langur, en búast má við biðtíma upp á 3-4 ár.

FYRIRTÆKJAÞJÓNUSTA
Við bjóðum upp á fjölþætta þjónustu fyrir fyrirtæki sem vilja gera vel við starfsfólkið sitt.
Hvort sem þú vilt halda stefnumótunardaga, þjappa saman hópnum, halda stórfengleg VIP mót eða
einfaldlega bjóða starfsfólkinu upp á góðan golfhring, þá er hægt að gera það hjá okkur.
Möguleikarnir eru endalausir!
Skoðaðu hvað er í boði og hafðu samband.
FRÉTTAVEITA
Sjáðu nýjustu fréttir og fleira











