Nokkrum myndböndum hefur verið bætt við bankann frá GSÍ sem geta aðstoðað kylfinga við það að læra á golfbox.

Við mælum innilega með því að fólk nýti sér þetta og fari í gegnum þessi myndbönd til þess að sjá og læra.

Nokkur atriði sem við myndum gjarnan vilja bæta við:

  1. Við höfum fengið margar fyrirspurnir þar sem fólk virðist þurfa að biðja um nýtt lykilorð aftur og aftur. Ef þú ert að lenda í því, prófaðu að fara inn á golfbox.golf og setja inn notendanafn (IS-5-xxxx eða annað ef þú varst búin/n að breyta) og svo lykilorðið þitt sem þú varst búin/n að búa til. 
    1. Ef þú lendir inn á þessari síðu (sjá mynd hér fyrir neðan) þá er betra fyrir þig að fara aftur á golfbox.golf og smella á “Forgot password” þar. 
  2. Gott er að leyfa Golfbox appinu að nálgast staðsetninguna þína, þannig er auðveldara að staðfesta rástíma þegar þú ert kominn á staðinn í appinu.
    1. Þetta er í langflestum símum gert undir “Stillingar”, finna appið og leyfa staðsetnignu.
  3. Við mælum með því að þú munir tölustafina í aðildarnúmerinu þínu. Það auðveldar öllum í framtíðinni að leita að þér ef það á að skrá þig á rástíma, í mót og fleira. Þetta er ekkert flóknara en pinnið á minnið 😉
  4. Við mælum einnig með því að haka í “Remember password” í appinu og tölvunni til þess að þurfa ekki alltaf að skrá þig inn aftur.

Látum þetta duga í bili, endilega skoðið myndböndin hér að neðan, en við munum uppfæra þessa frétt með nýjum leiðbeiningum þegar færi gefst 🙂

Einnig viljum við benda á Spurt og svarað á golf.is, sjá hér.