Afreksnefnd skipa:
[checklist]- Gunnar Páll Þórisson, formaður
- Áslaug Sigurðardóttir
Samkvæmt skipulagsbreytingu sem varð vorið 2010 þá fellur afreksnefnd undir starf Íþróttanefndar. Upplýsingar um íþróttanefndina er að finna undir kaflanum um félagstarf.
GKG gerir miklar kröfur til þeirra einstaklinga sem keppa undir merkjum klúbbsins og að sama skapi heitir klúbburinn því að veita keppendum þjónustu, aðstöðu, aðbúnað og þjálfun eins og best gerist á Íslandi. Framkvæmd og rekstur afreksstarfs er í höndum afreksnefndar, en eftirlit með því að skyldum klúbbsins við keppendur sé sinnt skal vera á höndum aðalstjórnar GKG, sem jafnframt fer með eftirlit með fjárhag einstakra nefnda. Í afreksstefnu GKG koma fram skýr og ákveðin markmið gagnvart afrekskylfingum klúbbsins, sem og leiðir til að viðhalda stöðugu flæði afrekskylfinga innan afrekshópanna.
Helstu hlutverk afreksnefndar GKG eru að:
[checklist]- Sjá um að skipuleggja og undirbúa þjálfun afrekshópa fyrir hvert æfinga- og keppnistímabil í samvinnu við yfirþjálfara klúbbsins.
- Tilnefna/velja liðstjóra fyrir lið GKG í sveitakeppni meistaraflokks karla, kvenna og karla, kvenna í öldungaflokki.
- Setja reglur um val leikmanna í sveitakeppni karla og unglinga í samráði við yfirþjálfara
- Velja liðsmenn í sveitakeppni meistaraflokks karla, kvenna og karla og kvenna í öldungaflokk í samráði við yfirþjálfara.
- Stuðla að breiðum hóp afrekskylfinga og að þeir séu góð fyrirmynd og styrki ímynd GKG út á við.
- Vinna að því ásamt unglinganefnd að fá faglærða golfkennara og leiðbeinendur til starfa hjá GKG.
- Stuðla að því að hinn almenni kylfingur í GKG hafi aðgang að faglærðum golfkennara og golfnámskeiðum.
- Að stuðla að því með öllum ráðum að koma sem flestum liðsmönnum GKG í landslið Íslands.
Afreksnefnd skal vinna að afreksstefnu GKG sem sett fyrst var sett fram árið 2002 og tekið breytingum síðan eftir því sem markmið hennar hafa náðst. Klúbburinn hefur nú þegar innan sinna raða breiðan hóp afrekskylfinga og er það mjög ánægjulegt. En afreksstefna GKG tekur mið af því að klúbburinn muni á næstu árum ala upp nýja og sterka kynslóð afrekskylfinga sem uppfylla munu mörg af þeim framtíðarmarkmiðum sem koma fram í þeim áföngum sem afreksstefnan segir. Í því sambandi er t.d. verið að tala um meðlimi í piltalandsliðum, en fyrst og fremst ungar afrekskonur sem þræða munu afreksstiga GSÍ frá yngstu landsliðunum upp í kvennalandsliðin.