Er svekktur þrátt fyrir að hafa leikið á pari
„Ég er hálfsvekktur með hvernig ég lék í dag þrátt fyrir að hafa leikið á parinu. Það gekk ekki nógu vel að pútta og ég fékk mörg tækifæri á að ná fuglumá hringum sem ég nýtti mér ekki,“ sagði Birgir Leifur Hafþórsson atvinnukylfingur úr GKG eftir 2. keppnisdag hans á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í golfi á Spáni í dag.
Birgir Leifur endaði 2. hring sinn á lokamóti úrtökumótanna í dag á parinu þegar hann lék á samtals 72 höggum.
Birgir Leifur er í ágætismálum eftir að hafa lokið fyrri 9 holunum í dag. Hann hóf leik á 10. teig í morgun með því að fá fugl en fékk síðan skolla á 7. holu sinni sem er sú 16. á vellinum og […]
Birgir Leifur byrjar vel á 3. og síðasta móti úrtökumóta Evrópumótaraðarinnar sem fram fer á San Roque Club á Spáni. Hann lék hringinn í dag á -3 höggum undir pari vallarins, fékk 1 örn, 3 fugla, 12 pör og 2 skolla og endaði því á 69 höggum.
Birgir Leifur byrjar vel á 3 stigi úrtökumóta Evrópumótaraðarinnar. Hann hefur nú lokið 9 holum og er í 4 sæti á -2 höggum undir pari. Hann hefur leikið skollalausar fyrri 9 holurnar með 2 fugla á 6. og 9.
Birgir Leifur var að ljúka leik rétt í þessu og er -4 undir samtals eftir 2 keppnisdaga. Hann er því í ágætis málum hvað framhaldið varðar. Hann vissi ekki hver staða sín var en það kemur í ljós fljótlega og við komum […]
Birgir Leifur lék á -2 höggum undir pari í dag á 2. stigi úrtökumótsins á Sherry Golf á Spáni. Hann er staddur í 16. sæti af 83 keppendum