Barna- og unglingastarfið
Mótaraðir
Mótadagatal
Íþróttanefnd heldur úti sérstökum mótaröðum fyrir unglinga í GKG (Floridana og Kristals) og eru keppnisdagar kynntir fyrir hvert tímabil á mótaskrá GKG og á golf.is. Þá stendur íþróttanefnd fyrir svokölluðu Niðjamóti hvert sumar, en það er liðakeppni þar sem hvert tveggja manna lið er þannig skipað að annar liðsmaðurinn er afkomandi hins. Ágóði af Niðjamótinu rennur í ferðasjóð afreksunglinga GKG, en síðustu fjögur ár hafa afreksunglingar GKG farið í æfingaferð til útlanda í mars/apríl. Æfingaferðin hefur verið fjármögnuð af unglingunum sjálfum með allskyns söfnunum og kemur því ekki af almennri fjárveitingu til unglingastarfs GKG.
Styrktaraðilar barna- og unglingastarfs GKG
Markmið okkar
Megintilgangur barna- og unglingastarfs GKG er að halda utan um og efla unglingastarf klúbbsins. Í samræmi við það eru meginmarkmið þessi:
-
Að veita unglingum í GKG, afreksmönnum jafnt og þeim sem skemmra eru á veg komnir, aðbúnað og atlæti sem jafnast á við það sem best gerist hjá öðrum golfklúbbum.
-
Að styðja eftir föngum við bakið á íþróttastjóra og þjálfurum í því skyni að þeir megi ná sínum markmiðum.
-
Að efla samstöðu unglinganna og félagsanda.
-
Að efla samstöðu foreldra unglinganna og fá fleiri til þátttöku í því að búa unglingunum gott atlæti við ástundun íþróttarinnar.
-
Að leita ráða til þess að fjölga stúlkum sem leika golf.
-
Að tryggja öflugt upplýsingaflæði til foreldra og barna í því skyni að auka þátttöku þeirra enn.
-
Að fjölga keppendum frá GKG á unglingamótum GSÍ og unglingamótaröð GKG.