Innanfélagsmót
Floridana mótaröð byrjenda – fyrir byrjendur sem eru með forgjöf 36-54.
Egils Kristals mótaröð GKG – fyrir þau sem eru með lægra en 36 í forgjöf og eru orðin vön að spila 18 holur á Leirdalsvelli.
Opin mót
Önnur mót
GKG sendir sveitir í Íslandsmót golfklúbba, og velja þjálfarar liðin u.þ.b. viku fyrir mót.
Fyrir yngstu krakkana, sem eru að stíga sín fyrstu skref og eru e.t.v. ekki tilbúin að fara og spila Mýrina, þá bendum við á æfingavellina sem eru á grassvæðinu við Vífilsstaðaveginn (stærri holur). Þetta eru stuttar brautir sem að henta vel til að leika sér á og læra grunnatriðin. Á Mýrinni eru fremri teigar sem staðsettir eru á brautunum, merktir 35, og mælum við með því að þar sé leikið til að byrja með og síðan metið hvort leikið verði á næstu teigum sem eru merktir 41. Vallarmat er af öllum teigum, og því hægt að spila til forgjafar af þeim. Við verðum með Floridana mótaröðina á Mýrinni, en þau mót henta mjög vel til að ná sér í spilæfingu.
Stefna GKG er að eiga breiðan hóp kylfinga í mótaröðum GSÍ og kylfinga í fremstu röð.
Áfram GKG!