GKG BREYTIST Í HEILSÁRS GOLFKLÚBB

Spennandi tímar eru hjá GKG en eftir að nýja Íþróttamiðstöðin opnar verður hægt að spila golf allt árið. Þess vegna viljum við bjóða nýja félaga velkomna í klúbbinn okkar, ef þú gerist meðlimur núna fyrir 1. apríl þá þarftu ekki að borga inntökugjald í klúbbinn.

Auk þess eru fullt af fríðindum sem fylgja því að gerast meðlimur að GKG eins og:

  • Ótakmarkað spil á Leirdalsvelli (18 holu keppnisvöllur)
  • Ótakmarkað spil á Mýrinni (9 holu sem hentar öllum)
  • Aðgangur að sláttusvæði og fá 25% afslátt af boltakortum
  • Ókeypis aðgangur að Íþróttamiðstöð GKG ( inniaðstaða pútt, vipp og slá í net, kostar 1.400 kr fyrir félagsmenn utan GKG)
  • Aðgangur að Kórnum (inniaðstaða, pútt, vipp og slá í net. Eingöngu fyrir meðlimi GKG)
  • 25% afsláttur af golfhermum
  • 15-30% afsláttur af vörum í verlsun GKG
  • 10% afsláttur af kylfugreiningu
  • 10% afsláttur af einkakennslu hjá golfkennurum GKG
  • Fullt af skemmtilegum golfnámskeiðum á sanngjörnu verði
  • Aðgangur að 9 vinavöllum GKG
  • Golfklúbbur Leynir Akranesi
  • Golfklúbbur Borgarnes
  • Golfklúbbur Hellu
  • Golfklúbbur Suðurnesja
  • Golfklúbbur Grindavíkur
  • Golfklúbbur Sandgerðis
  • Golfklúbbur Selfoss
  • Golfklúbbur Geysir
  • Golfkúbbur Norðfjarðar
SKRÁ MIG Í GKG