Vissir þú …

að á árinu 2020 munu sex forgjafarkerfi sameinast í eitt fyrir allan heiminn. Nýju reglurnar gera kylfingum fært að nota sína forgjöf á hvaða golfvelli sem er í heiminum og keppa eða leika golfhring sér til skemmtunar með hverjum sem er á heiðarlegum og jöfnum forsendum.

Reglurnar kallast á ensku World Handicap System (WHS) og tóku gildi hér á landi 1. mars 2020.

Eftir að nýtt forgjafarkerfi tók gildi 1. mars 2020 geturðu skráð þig inn í tölvukerfi GSÍ og séð hver ný endurreiknuð forgjöf þín er samkvæmt forgjafarreglum 2020 sem gilda fyrir allan heim.

 

Forgjöfin var endurreiknuð samkvæmt grunnreglu kerfisins – meðaltal 8 lægstu skormismuna af 20 síðustu skráðum hringjum á skoryfirliti – miðað við þá hringi sem eru núna á mitt.golf.is frá og með 2017.

 

Forgjöfin þín verður meðaltal 8 lægstu skormismuna af síðustu 20 hringjum,sem skráð er á skoryfirlit. Það eina sem þú þarft að skoða er leikforgjafartafla vallarins og leikforgjöf þín fyrir teiginn sem þú ætlar að leika af, leika hringinn og skrá skorið í tölvukerfið. Útreikningurinn fer fram í tölvukerfinu sem finnur út hvort þessi hringur hafi áhrif á forgjöf.

 

Nokkrar formúlur: 

Skormismunur er munurinn á leiðréttu brúttó skori leikmanns og vallarmati að teknu tilliti til vægis og útreiknings leikaðstæðna (PCC). Þetta er tölulegt gildi í samræmi við skor eftir leik á golfvelli á ákveðnum degi sem er skráð í skoryfirlit leikmanns.

Í höggleik: Skormismunur = (113 ÷ vægi) x (leiðrétt brúttó skor – vallarmat – leiðréttinga vegna leikaðstæðna)

Punktar: Skormismunur = (113 ÷ vægi) x (par + vallarforgjöf – (fengnir punktar – 36) – vallarmat – leiðrétting vegna leikaðstæðna)

Forgjöfin verður meðaltal 8 lægstu skormismuna af 20 síðustu skráðum hringjum á skoryfirliti.

 

Hækkun og lækkun forgjafar

Það verður hámark á því sem þú getur hækkað í forgjöf á einu ári. Mest getur þú hækkað um 5.0 frá lægstu forgjöf. Það eru engin takmörk á því hvað þú getur lækkað mikið!

Þessar takmarkanir byrja aðeins að hafa áhrif þegar kylfingur hefur að minnsta kosti 20 viðurkennd skor á skoryfirliti sínu.

 

Áhrif leikaðstæðna

Leikaðstæður hafa áhrif á útreikning forgjafarinnar. Þetta er ekkert ósvipað og (CSA leiðrétting) sem við notuðum fyrir nokkrum árum. Því hefur nú verið skipt út fyrir PCC (Playing Conditions Calculation) sem er tölfræðileg niðurstaða sem ákvarðar hvort leikaðstæður á leikdegi voru að það miklu leyti frábrugðnar eðlilegu ástandi að þær höfðu áhrif á leik leikmanns. Dæmi um aðstæður sem gætu haft áhrif á frammistöðu leikmannsins vallaraðstæður, veður eða uppsetning vallar. PCC ber saman árangur kylfinga þennan dag og forgjöf þeirra. Sama hvort skorið er úr móti eða við almennan leik. Ef það eru færri eða fleiri kylfingar en gera mátti ráð fyrir að næðu eðlilegu skori þá verður leiðrétting þennan dag á milli -1 og +3. Við eðlilegar aðstæður verður PCC 0. Þú getur alltaf séð hvort einhver PCC leiðrétting var gerð með því að smella á forgjafarhringinn í tölvukerfi GSÍ.

 

Fleira áhugavert

Allir forgjafarflokkar hverfa og allir kylfingar munu tilheyra eina og sama flokknum með sömu skilyrðum. Hámarks forgjöfin verður 54.

 

Núna er hægt að skrá 12 holur til forgjafar eins og 9 og 18 holur. Einnig er hægt að leika 10-17 holur og skrá til forgjafar. Það eina sem þú þarft að gera er að fylla út þær holur sem þú leikur og tölvukerfið sér um að reikna út niðurstöðuna.

 

Þar sem að þetta nýja forgjafarkerfi mun taka gildi um allan heim er nú hægt að skrá inn forgjafarhringi leikna erlendis. Það eina sem þú þarft að gera er að finna út vallarmat og vægi fyrir þá teiga sem þú lékst af og slá inn í tölvukerfi GSÍ.

 

Skor sem er par holunnar að viðbættum tveimur höggum,sem er leiðrétt með forgjöf viðkomandi á holuna. Nettó skrambi er hámarksskor á holu, sem leikin er til forgjafar. (fyrsta höggið sem gefur 0 punkta.)

 

Formaður forgjafarnefndar GKG er Kjartan Bjarnason sem einnig er alþjóðadómari og yfirdómari GKG.