Vallarnefnd skipa:
[checklist]- Símon Kristjánsson, formaður – simonk@nyherji.is
- Guðmundur Árni Gunnarsson Vallarstjóri , – gummi@gkg.is
- Andrés Guðmundsson, golfvallarhönnuður
- Jóhann Ríkey Sigurðardóttir
- Derrick Moore
- Eðvald Geirsson – edvald@vortex.is
Hagur GKG felst í því að völlurinn sé sem fallegustur, snyrtilegastur og skemmtilegastur til iðkunar golfleiks. Vallarnefnd GKG fer með málefni Vífilstaðarvallar ásamt vallarstjóra og sér um flest þau atriði sem að vellinum lúta. Markmið vallarnefndar er að sjálfsögðu að völlurinn sé alltaf í sem bestu ásigkomulagi.Sérstök framkvæmda og viðhaldsáætlun vallarins er gerð af vallarnefnd og skal hún endurskoðuð á hverju ári. Skal þessi áætlun vera til minnst 3 ára og lögð fyrir stjórn klúbbsins og hljóta samþykki hennar.
Helstu hlutverk vallarnefndar GKG eru að:
[checklist]- Gera framtíðar áætlanir um nýframkvæmdir og endurbætur á golfvellinum og endurskoða áætlunina árlega.
- Vera golfvallarhönnuði innan handar þegar ráðast á í stærri verkefni og gera kostnaðaráætlanir þar að lútandi. Vallarnefnd hefur þó á engan hátt ákvörðunarvald um framkvæmdir slíkra verka
- Gera áætlun um kaup og endurnýjun á véla og tækjakosti, og.annað er snýr að rekstri vallarins.
- Gera tillögur um almennt útlit vallar sbr. auglýsingar og önnur skilti á vellinum.
- Taka ákvörðun um opnun vallar á vorin, lokun vallar á haustin og aðrar sérlokanir v/framkvæmda.
- Setja reglur um notkun æfingasvæða.
- Sjá um að umhirða vallar sé til fyrirmyndar.
- Gera tillögur um nýtingu vallar með tilliti til álags og ástands vallar.
- Meta þörf á eftirliti á vellinum með vallargæslu.
- Setja upp völlinn fyrir stórmót, merkingar á vellinum verði gerðar í samráði við dómaranefnd.
- Sjá um ásamt dómaranefnd, að staðarreglur séu ávallt til staðar fyrir aðila er leika á Vífilstaðarvelli.
- Að hafa eftirlit með að framkvæmdir verkefna sem heyra undir málaflokkinn séu innan marka samþykktra áætlana.
Vallarnefndin sér um að árlega sé gróðursett samkvæmt samþykktri yfirlitsáætlun og hefur eftirlit með og heldur skrá yfir ástand alls gróðurs eins og trjágróðurs og runna á golfvelli GKG og úthlutar eftir atvikum reitum til gróðursetningar samkvæmt samþykktri áætlun. Stefna skal að því að girða æfingasvæðið af gera það snyrtilegt og aðlaðandi. Nefndin mun einnig leggja mikla áherslu á að auka aðhald með þeim er spila á vellinum þannig að leikhraði og umgengni verði í góðu lagi. Þá verður lögð áhersla á að sjá um snyrtingu göngustíga og gróðurreita ásamt öllum jaðarsvæðum vallarins.
Einnig mun vallarnefnd reyna eftir fremsta megni, að eiga sem best samskipti við félagsmenn og gesti sem spila á golfvellinum hverju sinni. Það gerir nefndin m.a. gera með því að skipuleggja sjálfboðaliðastarf meðal félagsmanna, þar sem mönnum gefst kostur á að vinna að snyrtingu og lagfæringum á vellinum. Áætlað er að sjálfboðaliðastarf GKG fari fram tvisvar á ári, að vori og að hausti. Sjálfboðaliðar sem mæta að vori verður boðið í 9 holu forspil áður en völlurinn opnar formlega. Þáttökurétt fá þeir sem hafa mætt til sjálfboðaliðastarfsins.