Önnur umferð punktamóts GKG, mánudagsmótaraðarinnar fór fram 22. júní . Tuttugu keppendur bættust við í hóp þátttakenda þannig að heildarfjöldi keppenda er orðinn 64. Atli Ágústsson er að sýna stórkostleg tilþrif þessa dagana og spilaði aðra umferð á 43 punktum og leiðir þar af leiðandi mótið á 81 punkti samtals. Þuríður Stefánsdóttir er í öðru sæti á 75 punktum og í þriðja sæti er Pétur Örn Þórarinsson á 73 punktum. Heildarstöðuna í mótinu má sjá með því að smella hér.
Punktamót GKG er haldið 7 mánudaga í sumar og gilda þrír bestu hringirnir sem spilaðir eru til stiga. Það er því langt í frá of seint að smella sér á lestina og gera mánudagana að deginum sem spilað er til forgjafar í sumar. Mánudagsmótaröðin er líka hentug vinum og hópum því hægt er að skrá sig með viku fyrirvara í mótið. Skráning fer fram með þeim hætti að sendur er tölvupóstur á netfangið gkg@gkg.is með beiðni um rástíma. Starfsfólk GKG skráir ykkur á rástímann eða sendir upplýsingar um hvaða rástímar eru lausir ef umbeðinn rástími er þegar tekinn.
Mótsgjald er kr. 1.500 í hvert skipti og er 1.000,- króna inneign hjá veitingastað GKG, Mulligan sem teiggjöf. Eiginlegt mótsgjald er því eingöngu kr. 500,-.
Verðlaunin eru eftirfarandi:
- 20.000 kr. vöruúttekt frá N1, 10 skipta klippikort í golfherma GKG
- 20.000 kr. Vöruúttekt frá N1, 5 skipta klippikort í golfherma GKG
- 20.000 kr. inneign í Golfbúðinni
Allar nánari upplýsingar um mánudagsmótaröðina má finna á heimasíðu GKG með því að smella hér.