Ljós í myrkri – 2019
Lýsum haustmyrkrið upp með leiftrandi golfi
Fimmtudaginn 12. september 2019 kl. 19:30
ATH ræst er út á öllum teigum, þeir sem eru saman í ráshóp spila saman í liði.
Nú er komið að ljósamótinu þar sem við skemmtum okkur saman við að lýsa upp myrkrið með sjálflýsandi boltum, fjarlægðarhælum, holum og leikmönnum. Þetta haustið spilum við fjórtán holur; alla Mýrina og fimm holur á Leirdalnum. Ræst verður út í rökkri af öllum teigum í einu og leikið inn í myrkrið. Engum verður kalt því það verður heitt kakó á kantinum, aðrar veigar skaffa leikmenn sjálfir.
Mótið er fjögurra manna texas scramble, punktamót með forgjöf. Veitt verða verðlaun fyrir þau lið sem verða í tveimur efstu sætunum auk þess sem veitt verða verðlaun fyrir þá sem verða næstir holu í upphafshöggum á par 3 holum. Að auki verða veitt verðlaun fyrir þann sem er næstur holu í öðru höggi á 18. braut í Leirdal.
Verði tvö lið jöfn í sæti, þá gilda seinni 6 holurnar, þá 3 og 1. Séu liðin ennþá jöfn skal varpa hlutkesti.
Ræst verður út á öllum teigum samtímis kl. 19:30 stundvíslega. Mótið er 14 holur, það er öll Mýrin auk 1. 3. 16. 17. og 18. hola á Leirdal. Hringurinn er þannig að eftir 9. holu á Mýrinni er 1. hola á Leirdal leikin, þá 3. og þá 16. og 17. og 18. Eftir 18. holu er 1. hola á Mýrinni leikin.
Skráning fer fram á golf.is. Ekki þarf að safna saman í fjögurra manna holl heldur er nóg að skrá sig á rástíma. Þeir sem eru saman á rástíma spila saman í liði.
Verð er kr. 4.900. Innifalið í mótsgjaldi er hamborgari eða samloka A La Viggi eftir móti, þrír sjálflýsandi boltar, lýsing á leikmenn og heitt kakó út á velli. Hægt verður að kaupa fleiri sjálflýsandi bolta.
Opna sviðið verði galopið yfir snæðingnum eftir mót fyrir alla þá sem vilja skemmta sjálfum sér og öðrum.