Framundan eru stutt námskeið hjá Golfskóla GKG sem henta vel fyrir breiðan hóp kylfinga, allt frá byrjendum til mið/háforgjafarkylfinga. Hópastærð er takmörkuð við fimm manns þannig að hver og einn fær persónulega nálgun.
Hér fyrir neðan má sjá yfirlit fyrir námskeiðin sem eru í boði, en skráning fer fram með því að senda tölvupóst á ulfar@gkg.is. Eftirfarandi námskeið eru blönduð kk og kvk:
Námskeið 1 kl. 17-18 mán 10.8 og 12.8 – tvö skipti (sveifla og stutta spil) kr. 6.000
Námskeið 2 kl. 18-19 mán 10.8 og 12.8 – tvö skipti (sveifla og stutta spil) kr. 6.000
Námskeið 3 kl. 19-20 mán 10.8 og 12.8 – tvö skipti (sveifla og stutta spil) kr. 6.000
Í sveiflutímanum er lögð áhersla á lengri innáhögg og teighögg. Í stutta spils tímanum er áhersla á há innáhögg og glompuhögg.
Stuttaspils námskeið (vipp og pútt) 4 kl. 17-18 þri 11.8 – eitt skipti kr. 3.000
Stuttaspils námskeið (vipp og pútt) 5 kl. 18-19 þri 11.8 – eitt skipti kr. 3.000
Stuttaspils námskeið (vipp og pútt) 6 kl. 19-20 þri 11.8 – eitt skipti kr. 3.000
Kennari er Hlöðver Guðnason, PGA.
Greiðsluupplýsingar: Banki 0318 – 26 – 176, kt. 650394-2089
Skýring: v/námskeið og nafn
Á námskeiðunum er lögð áhersla á grunnatriðin og góðar æfingar fyrir hvern hluta leiksins. Þar sem hópastærð er takmörkuð við fimm manns þá fær hver og einn persónulega nálgun einnig.
Kennsla og æfingaboltar eru innifalnir. Kennslan fer fram á æfingasvæðum GKG, mæting ávallt við pallana við áhaldahúsið.
Fyrstir koma fyrstir fá!
Nánari upplýsingar gefur undirritaður, en hægt er að skrá sig með því að senda póst á ulfar@gkg.is
Úlfar Jónsson
Íþróttastjóri GKG
ulfar@gkg.is
8629204