Á hverjum degi í meistaramótinu verðum við með nándarverðlaun og sá aðili sem spilar á flestum punktum fær jafnframt verðlaun.
Á Leirdalnum á 4. Holu var það Helgi Inga sem setti hann 78 cm. frá holu og á 17. er Sigurður Ásgrímsson með 79 cm frá holunni.
Flesta punktana Fengu þau Þórhallur Sverrisson og Irena Ásdís Óskarsdóttir eða 40 punkta.
Ótúrlegt en satt, þá eru það eingöngu meistaraflokkskylfingar sem eru með flestu punktana í dag en þau Jón Arnar Sigurðarson, Eva María Gestsdóttir, Freydís Eiríksdóttir og Ingunn Einarsdóttir voru öll á 41 punkti.
Allir vinningshafar fá 5 skipta háftímakort í golfherma GKG.