Upplýsingar um mót
Eitt skemmtilegasta mót sumarsins verður haldið laugardaginn 2. júní. Um er að ræða hjóna og parakeppni GKG.
Leikfyrirkomulagið er betri bolti m/forgjöf þar sem betra skor liðsins telur á holu, þetta er þó punktakeppni og þannig telja punktar þess sem fékk hærri punkta á holu. Um er að ræða innanfélagsmót en makar úr öðrum klúbbum eru þó velkomnir.
Ath. að við skráningu í mótið skal gætt þess að ekki er hægt að nota golf.is til þess að halda utan um skráningu á liðunum. Því eru pör beðin um að skrá sig “lóðrétt” saman svo að liðaskipanin haldist út mótið. Þannig eru fjórir saman í holli, fyrstu tvö nöfnin gera þá eitt lið og síðustu tvö eru þá sér lið. Ef einhver vandamál verða ekki hika við að hringja í verslun GKG eða senda tölvupóst á yngvi@gkg.is.
Þar sem mótið er hjóna og para keppni, þá þarf að skilgreina betur hvað er átt við hvenær fólk er par.
Par þarf ekki endilega að vera kærustupar. Aðalatriðið er að parið séu góðir vinir, hafi skemmtun af því að spila golf saman og njóti þess að eiga fallega kvöldstund saman í þeirri stemningu sem einkennir hjóna- og parakeppni. Mótsstjórn áskilur sér rétt til, og mun dæma einstaklinga úr leik ef auðsjáanlega er verið að brjóta gegn framangreindu ákvæði.
Félagsmenn geta tekið með sér liðsfélaga sem er ekki innan klúbbsins.
Verðlaun:
- sæti 2 x 25 þús króna inneign á Ecco skóm og glaðningur frá Ölgerðinni
- sæti 2 x 10 þús króna inneign hjá N1 og glaðningur frá Ölgerðinni
- sæti Glaðningur frá Ölgerðinni
Nándarverðlaun á öllum par 3 holum og annað höggið á 18. holu.
Það par sem giskar á réttan fjölda týndra golfbolta fær glaðning frá Ölgerðinni
Og … rússínan í pylsuendanum, “samstæðasta best klædda parið” (huglægt mat viðburðarnefndar) fær 20 þús króna inneign í verslun GKG auk glaðnings frá Ölgerðinni.
Hámarks forgjöf karla er 24 og hámarksforgjöf kvenna er 54.
Verð á kylfing kr. 6.200,- innifalið í verðinu er:
- Óvænt atriði út á velli í boði viðburðarnefndar GKG
- Hefðbundin myndataka í ramma á öll pör
- Ljúfir tónar frá Magga ræsi taka á móti okkur við upphaf kvöldverðar
- Eðalkvöldmatur frá Mulligan teyminu, forréttur og aðalréttur.
- Skemmtiatrði undir borðhaldi í boði viðburðarnefndar GKG
- Eftir borðhald munum við skemmta okkur fram í rauða nóttina og mun DJ Hlynur sjá um fjörið í boði Mulligan
Mótsstjórn og viðburðarnefnd