Í kvennaflokki hefur Þuríður Stefánsdóttir skotist upp í fyrsta sætið með 92 punkta. Þar á eftir koma þær Kristín Kjartansdóttir og Regína Rögnvaldsdóttir með heldur færri punkta. Þá eru aðrar tvær sem hafa aðeins spilað tvær umferðir og eru með flesta punkta eftir þær og gætu því hæglega tekið forystuna með frekari þátttöku. Koma svo konur!

 

Í karlaflokki heldur Adrian Sabido forystunni með 109 punktum en fast á hæla hans, með 108 punkta, koma þeir Helgi Birgisson, Jorge Lopes og Ólafur Sigurðsson. Þar á eftir fylgja þó nokkrir kylfingar með litlu færri punkta auk þriggja annarra sem hafa aðeins spilað tvo hringi en eru með 73-74 punkta eftir þá og gætu því hæglega skotist í efstu sætin með frekari þátttöku!

 

Spennan er því að magnast í báðum flokkum.

 

Hér má sjá stöðuna í karla- og kvennaflokki:

Karlaflokkur

Kvennaflokkur