Kristján Óli Sigurðsson gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á annarri holu á lokadegi Meistaramóts GKG í gær. Kristján notaði 7 járn í verkið af 147 metra færi og lenti boltinn sirka 4 metra frá holu áður en hann skoppaði í átt að holu og rúllaði síðustu 5 sentimetrana beint í mark. Þetta gaf Kristjáni byr undir báða vængi sem náði að spila besta golfhring ævi sinnar eða 72 högg sem skilaði honum 2. sæti í 1. flokki.