Í kvennaflokki var það helst að frétta að Helga Þorvaldsdóttir spilað sinn besta hring og fékk samtals 40 punkta og skaust þar með rakleiðis í fyrsta sætið í kvennaflokki með 105 punkta samtals. Í öðru sæti var Þuríður Stefánsdóttir með 101 punkt og í þriðja sæti Ingunn Einarsdóttir með 98 punkta. Þá má geta þess að Sigríður Björnsdóttir var með næst flesta punkta eftir tvær umferðir og gæti skotist í toppbaráttuna með því að spila sinn þriðja hring.
Í karlaflokki var Helgi Bjarni Birgisson í efsta sæti með 114 punkta. Fast á hæla hans kom Jónas Þór Gunnarsson með 113 punkta. Adrian Sabido og Guðni Þorsteinn Guðjónsson voru jafnir í 3.-4. sæti með 110 punkta og fast á hæla þeirra komu þrír kylfingar með 109 punkta. Neðar á listanum voru þrír aðrir kylfingar með 73-74 punkta eftir aðeins tvær umferðir og gætu því hæglega skotist í toppbaráttuna með því að spila sinn þriðja hring.
Stöðuna má nálgast hér