Aðalfundur GKG 2018 verður haldinn í Íþróttamiðstöð GKG fimmtudaginn 29. nóvember kl. 20:00.
Dagskrá fundarins verður þannig, skv. 10. gr. laga GKG:
- Fundarstjóri og fundarritari kosnir.
2. Skýrsla stjórnar um störf og framkvæmdir á liðnu starfsári.
3. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykkis.
4. Rekstrar- og fjárfestingaáætlun komandi starfsárs kynnt.
5. Lagabreytingar og aðrar tillögur skv. 8. gr. teknar til afgreiðslu.
6. Kosning formanns til eins árs.
7. Kosning fjögurra meðstjórnenda til tveggja ára
8. Kosning endurskoðanda eða endurskoðendafélags.
9. Önnur mál.
Fundargerð síðasta aðalfundar má finna með því að smella hér.
Þeir stjórnarmenn sem eru að klára annað árið og eru þar af leiðandi í kjöri eru:
- Einar Gunnar Guðmundsson
- Ingibjörg Ólafsdóttir
- Ragnheiður Stephensen
- Sigmundur Einar Másson
Gefa þau öll kost á sér til áframhaldandi starfa fyrir félagið. Ef aðrir félagsmenn vilja gefa kost á sér í stjórn, þá hvetjum við þá til að senda upplýsingar á skrifstofu GKG, á netfangið gkg@gkg.is
Stjórn GKG