Það var flott stemming í sunnudagsmótinu í gær og hún var skemmtileg slaufan sem pútthlutinn gaf mótinu. Svo var að sjálfsögðu hörku barátta um verðlaunasætin, eða allt eins og það á að vera. Baráttan var svo jöfn um efsta sætið í hermahlutanum að það þurfti að draga um tvö efstu sætin og fór það þannig að Kristófer Helgason tók fyrsta sætið með 21 punkt og Svandís annað sætið, líka með 21 punkt. Pétur Finnsson fylgdi þeim svo eftir inn í þriðja sætið með 19 punkta.
Baráttan var ekkert minni á krefjandi 12 holu púttvellinum þar sem golfararnir okkar sýndu snilldartakta og sumir meiri en aðrir. Jóhann Þorvarðarson púttaði eins og meistari og tók besta hringinn sinn á 23 höggum en annar púttmeistari, hann Þórður Davíðsson (Tóti) var í aðeins betra stuði og hreppti verðlaunasætið á 22 punktum.
Við óskum verðlaunahöfunum til hamingju með árangurinn um leið og við þökkum öllum sem tekið hafa þátt í sunnudagsmótum vetrarins fyrir góða skemmtun. Nú styttist heldur betur í græna GKG velli og rétt framundan er skemmtilegt golfsumar.