Kæru félagsmenn,

Í dag, mánudaginn 27. maí, kl. 19:00 opnum við æfingasvæðið okkar óformlega. Við verðum með starfsfólk á staðnum sem aðstoða ykkur og er ókeypis í hermana til kl. 21:00

Á morgun þriðjudag, kl. 16:00 opnum við svo svæðið formlega og verður ókeypis í hermana þann dag líka. Vonandi sjáum við sem flest ykkar við opnunina kl. 16:00.

Á miðvikudaginn verður æfingasvæðið opið með eðlilegum hætti. Eins og fram hefur komið, þá sláum við í net en TrackMan golfhermir nemur boltaflugið og skilar því á skjá. Hægt er að sjá með myndrænum hætti hvernig höggið var sem og allar lykilupplýsingar eins og lengd höggs, hvernig ferill kylfunnar var og hvernig haus kylfunnar var við högg.

Allt annað verður með sama hætti og áður, þið verslið ykkur boltakort eða token í proshop, fáið skammtaða bolta úr boltavélinni, veljið ykkur bás og sláið. Milli kl. 13:00 og 21:00 virka daga er starfsmaður á svæðinu sem aðstoðar fólk við að koma sér af stað í hermunum.

Verðin eru eftirfarandi:

  • Boltakort             Verð                      Fullt verð
  • Ein fata                  600,-                    (Fullt verð 600)
  • 6 fötur                 3.000,-                   (Fullt verð 3.600,-)
  • 9 fötur                 4.200,-                   (fullt verð 5.400,-)
  • 16 fötur               7.200,-                    (Fullt verð 9.600,-)
  • 23 fötur               9.600,-                   (Fullt verð 13.800,-)

Básarnir undir skýlinu eru eingöngu fyrir rétthenta kylfinga. Allir básar sem eru fyrir utan skýlið geta bæði örvhentir og rétthentir kylfingar nýtt sér. Örvhentir kylfingar hafa því forgang í þau þegar það eru lausir básar undir skýlinu.

Ath. vegna öryggismála er stranglega bannað að tína sér æfingabolta innan úr netbúrinu. Þeir aðilar sem verða uppvísir að því verður umsvifalaust vísað af æfingasvæðinu.