GKG bryddaði upp á þeirri skemmtilegu nýjung síðasta sumar að setja af stað liðakeppni með Ryder fyrirkomulagi. Fjórtán lið á ýmsum getustigum golfsins tóku þátt og skemmtu sér konunglega. Þegar kom að úrslitabaráttunni að hausti má segja að bræður hafi barist því Total spilafélagarnir sem voru með tvö lið í keppninni spiluðu til úrslita. Liðin enduðu jöfn í baráttunni og skiptu því með sér sigrinum og eru rétt krýndir Ryder meistarar GKG 2019.
Liðakeppni GKG sló því heldur betur í gegn þar sem leikfyrirkomulagið er spennandi og allir geta tekið þátt þar sem forgjöfin telur. Þannig geta vinir og vinkonur tekið sig saman, búið til lið og keppt með Ryder fyrirkomulagi því við kynnum til sögunnar “Ryder” keppni GKG sumarið 2020.
Leikfyrirkomulagið er eftirfarandi:
Lágmarks fjöldi leikmanna í liði er sex manns en hámarks fjöldi átta. Um er að ræða innanfélagsmót þar sem hámarks leikforgjöf er 36.
Hámarks fjöldi liða í mótið eru 16. Fjölda umferða má sjá hér að neðan, þó með þeim fyrirvara að fjöldi liða getur haft áhrif á fjölda umferða. Fjórir liðsmenn keppa í hverri umferð (tveir til fjórir eru því hvíldir). Spilaðar eru 18 holur á Leirdalsvelli. Liðin hafa tvær vikur til að klára hverja umferð. (þrjár vikur meistaramótsvikuna).
Liðin leika öll úrslitaumferðina miðvikudaginn 16. september og allir keppendur hittast í slútti í íþróttamiðstöðinni að kveldi þess dags. Samhliða verðlaunaafhendingu fyrir liðakeppnina verður verðlaunaafhending fyrir holukeppni GKG og VITA mánudagsmótaröð GKG. Viggi og hans fólk í Mulligan verða með tilboð á ómótstæðilegum kvöldverði í slúttinu.
Verð fyrir hvert lið í Ryderkeppnina er 20.000kr.
Þáttökugjaldið greiðist um leið og liðið er skráð til leiks, taka þarf fram nafn liðsins og senda kvittun á mótsstjóra. Reikningsnúmerið er 133-26-200843 kt. 650394-2089
Sigurliðið verður leyst út með veglegum vinningum. Auk þess verða veitt verðlaun fyrir flottasta liðsbúning mótsins sem liðin munu sjálf velja.
Skráning í mótið fer fram á oingibjorg@gmail.com
Skráningarfrestur er til kl. 23:59 þriðjudaginn 2. júní – skila þarf inn nöfnum fullskipaðs liðs í skráningunni auk staðfestingar á greiðslu.
Það sem þarf að koma fram í póstinum er:
- Nafn liðs
- Leikmenn (Fullt nafn + aðildarnúmer, lágmark 6 aðilar hámark 8)
- Nafn, netfang og símanúmer liðsstjóra
Miðvikudaginn 3. júní kl. 20:00 funda liðsstjórar með mótsstjóra í íþróttamiðstöðinni þar sem farið verður yfir leikreglur og spiladagar hverrar umferðar ákveðnir.
Dagsetningar fyrir hverja umferð:
- umferð – ljúka fyrir 18.06.
- umferð – ljúka fyrir 02.07.
- umferð – ljúka fyrir 23.07.
- umferð – ljúka fyrir 06.08.
- umferð – ljúka fyrir 20.08.
- umferð (krossaspil ef verður) – ljúka fyrir 03.09.
- umferð úrslit og lokaslútt fer fram 16.09.
Sérstök Fb síða verður stofnuð til að halda utan um keppnina.
Mótsstjóri keppninnar er Ingibjörg Þ Ólafsdóttir
Netfang: oingibjorg@gmail.com
Sími: 847-7242