VITA-Mánudagsmótaröð GKG er punktamót fyrir félagsmenn GKG (innanfélagsmót) þar sem leiknir eru 3 til 9, 18 holu hringir á Leirdalsvelli. Keppt verður í karlaflokki og kvennaflokki um titlana Mánudagsmótameistari karla og Mánudagsmótameistari kvenna hjá GKG. Þeir sem taka þátt í mánudagsmótaröðinni geta skráð sig í mánudagsgolf með viku fyrirvara.
Verð á hvern hring er eingöngu kr. 500 og vegleg verðlaun eru í boði, hver leikmaður getur leikið allt að 9 hringi en 3 bestu telja.
Verðlaun í karla- og kvennaflokki eru:
- Verðlaun – Gjafakort í vorferð GKG með VITA auk glaðnings frá Ölgerðinni. Eignabikar og merking á farandbikar
- Verðlaun -10 þúsund króna inneign í matarkjallaranum, 10 þúsund króna inneign hjá Olís auk glaðnings frá Ölgerðinni
- Verðlaun – 10 þúsund króna inneign hjá Olís auk glaðings frá Ölgerðinni
Skráning fer þannig fram að viðkomandi skráir sig á golfbox.golf í mótið og greiðir fyrir hringinn með korti (smella hér). Samhliða þarf að skrá sig á rástíma á mánudeginum. Það er gert með því að:
- A) Ef ekki er búið að opna fyrir rástímaskráningu fyrir félagsmenn er sendur tölvupóstur á proshop@gkg.is með beiðni um rástíma.
- B) Ef búið er að opna fyrir rástímaskráningu skráir félagsmaður sig sjálfur.
Möguleikar verða á rástímum hvenær sem er dagsins.
Haldið verður utanum mótið á golfbox og því hægt að fylgjast með stöðunni á meðan spilað er og eftir hverja umferð.
Mótstjóri