Nú er einstakt tækifæri fyrir golfara að sjá þá bestu spila meistaragolf. Aldrei hafa fleiri þátttakendur tekið þátt í meistaraflokki GKG, eða 48 kylfingar, því þeir bestu eru á klakanum og taka þátt.
Skorið er í beinni og má sjá raunstöðu út á vellinum með því að smella hér. Það er mikil stemning fyrir áhorfendur bæði í klúbbhúsinu og út á velli.
Dæmi um kylfinga í Meistaraflokki raðað eftir forgjöf:
Meistaraflokkur karla | Forgjöf |
Aron Snær Júlíusson | -3,7 |
Bjarki Pétursson | -3,4 |
Ólafur Björn Loftsson | -3,3 |
Ragnar Már Garðarsson | -2,5 |
Sigurður Arnar Garðarsson | -2,3 |
Hlynur Bergsson | -1,9 |
Úlfar Jónsson | -1,6 |
Jón Gunnarsson | -1,6 |
Egill Ragnar Gunnarsson | -1,1 |
Sigmundur Einar Másson | -0,8 |
Nafn | Forgjöf |
Hulda Clara Gestsdóttir | -1,3 |
Ingunn Einarsdóttir | 2,7 |
Ingunn Gunnarsdóttir | 2,9 |
Árný Eik Dagsdóttir | 3,4 |
Eva María Gestsdóttir | 3,7 |
María Björk Pálsdóttir | 3,7 |
Ástrós Arnarsdóttir | 4,5 |
Anna Júlía Ólafsdóttir | 5,5 |
Helga Þorvaldsdóttir | 7,1 |
Hansína Þorkelsdóttir | 7,2 |
Í dag eru meistaraflokkarnir ræstir út milli kl. 07:00 til kl. 09:30 og eru að koma í hús frá 11:30 til 14:00. 1. flokkur er ræstur út frá 09:40 til 11:30 og kemur í hús á milli kl. 14:10 og 16:00. 3 fl. er ræstur út milli kl. 11:40 til 14:20 og kemur í hús á bilinu 16:10 til 18:50 og 2. flokkur er ræstur út á milli 16:40 til 17:00 og kemur í hús á bilinu 21:10 til 21:30. Plan fyrir alla daga má finna hér.
Góða skemmtun!
Mótsstjórn Meistaramóts GKG