Nú er einstakt tækifæri fyrir golfara að sjá þá bestu spila meistaragolf. Aldrei hafa fleiri þátttakendur tekið þátt í meistaraflokki GKG, eða 48 kylfingar, því þeir bestu eru á klakanum og taka þátt.

Skorið er í beinni og má sjá raunstöðu út á vellinum með því að smella hér. Það er mikil stemning fyrir áhorfendur bæði í klúbbhúsinu og út á velli.

Dæmi um kylfinga í Meistaraflokki raðað eftir forgjöf:

Meistaraflokkur karla Forgjöf
Aron Snær Júlíusson -3,7
Bjarki Pétursson -3,4
Ólafur Björn Loftsson -3,3
Ragnar Már Garðarsson -2,5
Sigurður Arnar Garðarsson -2,3
Hlynur Bergsson -1,9
Úlfar Jónsson -1,6
Jón Gunnarsson -1,6
Egill Ragnar Gunnarsson -1,1
Sigmundur Einar Másson -0,8

 

Nafn Forgjöf
Hulda Clara Gestsdóttir -1,3
Ingunn Einarsdóttir 2,7
Ingunn Gunnarsdóttir 2,9
Árný Eik Dagsdóttir 3,4
Eva María Gestsdóttir 3,7
María Björk Pálsdóttir 3,7
Ástrós Arnarsdóttir 4,5
Anna Júlía Ólafsdóttir 5,5
Helga Þorvaldsdóttir 7,1
Hansína Þorkelsdóttir 7,2

 

Í dag eru meistaraflokkarnir ræstir út milli kl. 07:00 til kl. 09:30 og eru að koma í hús frá 11:30 til  14:00. 1. flokkur er ræstur út frá 09:40 til 11:30 og kemur í hús á milli kl. 14:10 og 16:00. 3 fl. er ræstur út milli kl. 11:40 til 14:20 og kemur í hús á bilinu 16:10 til 18:50 og 2. flokkur er ræstur út á milli 16:40 til 17:00 og kemur í hús á bilinu 21:10 til 21:30. Plan fyrir alla daga má finna hér.

Góða skemmtun!

Mótsstjórn Meistaramóts GKG