Kæru félagar, nú er mikil þróun í rafknúnum ökutækjum. Í ljósi þess viljum við benda kylfingum á að ekki má aka á hlaupahjólum á völlum GKG. Jafnframt viljum við benda á að ýmis rafknúin ökutæki eru ekki til þess gerð að keyra á golfvöllum. Dæmi eru um að litlir rafbílar sem komast vel yfir 40 km hraða hefur verið breytt í golfbíla. Þannig bíla bönnum við jafnframt á völlunum okkar vegna hættu á að þeir spóli upp skemmdir þegar vellirnir eru blautir auk þess sem þeir geta beinlínis verið hættulegir.
Við hvetjum ykkur því til að leita ráðlegginga hjá okkur áður en þið fjárfestið í rafknúnum farartækjum til golfiðkunnar.
Starfsfólk GKG