Hún var hreint út sagt frábær stemningin í Hjóna- og parakeppni GKG þetta árið. Troðfullt var í mótið og þrátt fyrir leiðindaveður mættu öll pör til leiks. Keppt var í betri bolta auk þess sem nándarverðlaun voru á öllum par 3 holum, næst 18 í tveimur höggum. Þá fengu þau pör sem voru í samstæðasta dressinu vegleg verðlaun.
Um kvöldið mættu allir keppendur lokahófið þar sem borð svignuðu undan eðalkræsingum sem Viggi vert og hans fólk göldruðu fram og ljúfir tónar Magga ræsis tóku á móti fólki. Hrafnarnir, húsband GKG léku undir borðhaldi og eftir verðlaunafhendingu sá DJ Fox um stuðið.
Verðlaunin voru ekki af verri endanum, ýmsar flíkur frá Icewear auk þess sem allir keppendur fengu teiggjöf frá Icewear. Viljum við þakka þeim hjá Icewear kærlega fyrir þeirra aðkomu að mótinu.
Verðlaunasætin voru eftirfarandi:
- sæti – Þuríður Stefánsdóttir / Björgvin Gestsson
- sæti – Björn Steinar Stefánsson / Þórveig Hulda Alfreðsdóttir
- sæti – Jóhanna Hjartardóttir / Sigurður Kristinn Egilsson
- sæti – Jón Arnar Jónsson / Heiðrún Líndal Karlsdóttir
Nándarverðlaun
- hola – Bertha Traustadóttir; 4,98 m
- hola – Katrín S Guðjónsdóttir; 2,42 m
- hola – Eva Yngvadóttir; 2,96 m
- hola – Björgvin Gestsson; 0,44 m
- hola – Úlfar Jónsson; 3,12 m
- hola – Gísli Hansen; 1,72 m
Næstur 18. Í tveimur – Björgvin Gestsson 0,66 m