Niðjamót GKG fór fram í blíðskaparveðri á Leirdalsvelli laugardaginn 3. júlí. Metþátttaka var í mótinu, 112 þátttakendur voru skráðir til leiks, Keppt var með Greensome fyrirkomulagi. Átta efstu liðin fengu verðlaun, þrjú efstu fengu að auki verðlaunapening.
Sigurvegarar mótsins í ár voru feðgarnir Jóhann Þór Jónsson og Jón Þór Jóhannsson og fá nafn sitt skráð á veglegan farandbikar mótsins.
Efstu átta sætin skipuðu:
Staða |
Heiti liðs | Punktar |
1 |
Jóhann Þór Jónsson / Jón Þór Jóhannsson | |
2 |
Pálmi Freyr Davíðsson / Davíð Freyr Oddsson |
45 |
3 |
Haukur Björnsson / Bjarki Hauksson |
44 |
4 |
Guðmundur Ólafsson / Guðmundur Árni Ólafsson |
43 |
5 |
Bjarni Hermann Halldórsson / Dagur Eiríksson |
43 |
6 |
Haukur Magnús Einarsson / Ásrún Hauksdóttir |
43 |
7 |
Vilberg Frosti Snædal / Gunnlaugur Vilberg Snædal |
42 |
8 |
Anna Júlía Ólafsdóttir / Ólafur Jónsson |
41 |
Allur ágóði af þessu móti rennur beint í barna- og unglingnastarf GKG. Um leið og við þökkum öllum keppendum fyrir þátttökuna, þá viljum jafnframt þakka Gunnari Jónssyni sérstaklega fyrir þá elju að viðhalda þessu móti og gera það eins veglegt og raun ber vitni þrátt fyrir það að hans krakkar séu öll hætt í barna- og unglingastarfi GKG. Með þeim hætti er hann í raun að leggja grunninn fyrir barnabörnin því, væntanlega í fyrsta skiptið í sögu Niðjamótsins, léku þrír ættliðir saman í einu og sama liðinu, þau Gunnar Jónsson, Ingunn Gunnarsdóttir og ófædd dóttir og barnabarn … gerist vart fjölskylduvænna.