Eitt skemmtilegasta mót sumarsins verður haldið laugardaginn 4. júní. Um er að ræða Icewear – hjóna og parakeppni GKG.
Skráning fer fram á golfbox.golf. Ath. að aðili 1. og 2. í rástíma eru lið og 3. og 4. aðili annað lið. Ef rástíminn ykkar er öðruvísi upp settur, sendið þá tölvupóst á proshop@gkg.is með beiðni um leiðréttingu. Leikfyrirkomulagið er betri bolti m/forgjöf þar sem betra skor liðsins telur á holu, þetta er þó punktakeppni og þannig telja punktar þess sem fékk hærri punkta á holu. Um er að ræða innanfélagsmót en makar úr öðrum klúbbum eru þó velkomnir.
Þar sem mótið er hjóna- og parakeppni, þá þarf að skilgreina betur hvað er átt við hvenær fólk er par.
Par þarf ekki endilega að vera kærustupar. Aðalatriðið er að parið séu góðir vinir, hafi skemmtun af því að spila golf saman og njóti þess að eiga fallega kvöldstund saman í þeirri stemningu sem einkennir hjóna- og parakeppni. Mótsstjórn áskilur sér rétt til, og mun dæma einstaklinga úr leik ef auðsjáanlega er verið að brjóta gegn framangreindu ákvæði.
Vinningshafar verða leystir út með flottum verðlaunum frá Icewear
1. sæti | 2 x 50 þúsund króna vöruúttekt hjá icewear |
2. sæti | 2 x 40 þúsund króna vöruúttekt hjá Icewear |
3. sæti | 2 x 25 þúsund króna vöruúttekt hjá Icewear |
Nándarverðlaun á öllum par 3 holum og annað höggið á 18. holu.
15.000 kr. vörúttekt hjá Icewear
Allir keppendur fá teiggjöf frá Icelwear.
Veitingatjald verður staðsett við þrettándu þar sem leikmenn geta stungið inn nefinu eftir smá brjóstbirtu
Og … rússínan í pylsuendanum, „samstæðasta best klædda parið“ (huglægt mat viðburðarnefndar) fær 20 þúsund króna úttekt hjá Icewear
Hámarks forgjöf karla og kvenna er 36.
Verð á kylfing er kr. 7.600,- innifalið í verðinu er:
- Eðalkvöldmatur frá Mulligan teyminu, forréttur og aðalréttur.
- Hefðbundin myndataka í ramma á öll pör
- Veitingavagn Mulligans verður á ferðinni á meðan á mótinu stendur
- Ljúfir tónar frá Magga ræsi taka á móti okkur við upphaf kvöldverðar
- Húsband GKG – Hrafnarnir mæta
- DJ Fox tryllir svo mannskapinn fram í rauða nóttina