Niðjamótið hefur vaxið og dafnað í gegnum árin og í ár mættu 104 kylfingar til leiks, 52 lið skipuð GKG niðjum. Spilað er eftir Greensome fyrirkomulagi þar sem báðir liðsmenn slá af teig og skiptast svo á að koma boltanum í holu.
Sigurvegararnir í ár voru feðginin María Kristín Elísdóttir og Elís Ingvarsson en þau spiluðu á 49 punktum, í öðru sæti á 48 punktum voru þau Daníel Heiðar Guðjónsson og Katrín Hörn Daníelsdóttir á 48 punktum og í þriðja sæti lentu feðginin Ævar Rafn Þrastarson á 47 punktum.
Óskum við verðlaunahöfum innilega til hamingju með árangurinn um leið og við þökkum öllum kylfingum fyrir stuðninginn en allur ágóði af mótinu rennur til barna- og unglingastarfs GKG.
Niðurstöður í mótinu má sjá með því að smella hér.