A riðill eftir þrjá leiki af fimm í riðlahluta liðakeppninnar. Öldungarnir eru búnir að tryggja sig inn í 8 liða úrslitin og út frá innbyrðist stöðu liðanna verða það annaðhvort Total x Augað eða Hin ósnertanlegu sem fara þangað með þeim. Enn er ekkert hægt að segja til um hvaða lið mun sitja eftir á botninum og þurfa mögulega að fara í bráðabana um að vera með næsta sumar.

 

 

 

 

 

 

B riðill eftir þrjá leiki af fimm. Ekkert liðanna er búið að tryggja sig inn í 8 liða úrslitin en það eru blálituðu liðin á toppnum og þessi grænlituðu sem eiga séns á að komast þangað. Ein og í A riðli er of snemmt að segja til um hvert liðanna mun sitja eftir.

 

 

 

 

 

 

 

C riðill spilar þriðja leikinn í þessari viku, þar eru það Hrafnar og Röff sem leiða keppnina og skýrist í vikulokin hvort þau eru að fara að stinga hin liðin af eða hvort þau verði tekin í bakaríið. Spennandi keppnisvika framundan hér!

 

 

 

 

 

 

Það er svipuð staða uppi í D riðli og í C riðli, það er, tvö efstu liðin leiða en allt getur gerst þegar liðin taka þriðja leikinn í vikunni og engin leið að segja til um hvernig fer og hvaða D liðsstjóri brosir breiðast í vikulokin!

 

 

 

 

 

 

Sum sé, það er hörku spennandi keppni í gangi í Liðakeppni GKG!