Nettó unglingamótinu sem er hluti af Unglingamótaröð GSÍ lauk í dag en það fór fram á Leirdalsvelli 6.-8. júní.
Alls tóku 140 keppendur þátt í mótinu sem haldið var í fjórða sinn hjá GKG.
Leikið var í flokkum pilta og stúlkna 14 ára og yngri og 15-18 ára.
Eldri keppnishópurinn 15-18 ára lék 54 holur. Sérstök keppni um Nettóbikarinn var leikin í eldri flokkunum, og sigruðu Guðjón Frans Halldórsson GKG og Pamela Ósk Hjaltadóttir úr GM. Guðjón er sá fyrsti úr GKG til að hreppa titilinn en Pamela fjórði sigurvegarinn á jafn mörgum árum frá GM.
Yngri keppnishópurinn, 14 ára og yngri, lék 36 holur á tveimur keppnisdögum. Einnig var Nettó Áskorendamótið leikið á föstudag, úrslit er að finna hér.
Verðlaunaafhending fór fram eftir að hver flokkur lauk keppni þar sem boðið var upp á veitingar.
Marinó Már myndasmiður GKG tók myndir sem hægt er að skoða hér.
Einnig var Instagram story í gangi alla dagana á @gkggolf
Úrslitin urðu eftirfarandi:
Drengir 14 ára og yngri | Klúbbur | 1. hr | 2. hr | Högg | |
1 | Björn Breki Halldórsson | GKG | 75 | 71 | 146 |
2 | Máni Freyr Vigfússon | GK | 74 | 74 | 148 |
3 | Birgir Steinn Ottósson | GR | 82 | 73 | 155 |
Stúlkur 14 ára og yngri |
Klúbbur | 1. hr | 2. hr | Högg | |
1 | Elva María Jónsdóttir | GK | 80 | 83 | 163 |
2 | Sara María Guðmundsdóttir | GM | 91 | 92 | 183 |
3 | Eiríka Malaika Stefánsdóttir | GM | 99 | 85 | 184 |
Stúlkur 15-18 ára |
1. hr | 2. hr | 3. hr | Högg | ||
1 | Pamela Ósk Hjaltadóttir |
GM |
81 | 77 | 74 | 232 |
2 | Fjóla Margrét Viðarsdóttir | GS | 79 | 77 | 76 | 232 |
3 | Bryndís Eva Ágústsdóttir | GA | 82 | 77 | 77 | 236 |
Piltar 15-18 ára | Klúbbur | 1. hr | 2. hr | 3. hr | Högg | |
1 | Guðjón Frans Halldórsson | GKG | 75 | 71 | 70 | 216 |
2 | Veigar Heiðarsson | GA | 71 | 74 | 74 | 219 |
3 | Skúli Gunnar Ágústsson | GA | 81 | 75 | 71 | 227 |
Veitt voru verðlaun fyrir besta árangur 15-16 ára og 17-18 ára.
15-16 ára
Pamela Ósk Hjaltadóttir GM
Arnar Daði Svavarsson GKG
17-18 ára
Fjóla Margrét Viðarsdóttir GS
Guðjón Frans Halldórsson GKG
Snorri Rafn William Davíðsson úr GS náði draumahögginu í Nettó mótinu á föstudag þegar hann fór holu í höggi á 2. brautinni á Leirdalsvelli.
Hann notaði 8. járn sem hann smellhitti og lenti kúlan tæpan metra frá holunni áður en hún rúllaði ofan í.
Mótið gekk mjög vel og veðrið batnaði eftir því sem leið á mótið og endaði í blíðskaparveðri, svo miklu að peysur og annar hlífðarfatnaður var orðinn óþarfur. Kannski er sumarið komið?
Sérstakar þakkir fá sjálfboðaliðar fyrir ómæld störf í þágu mótsins, t.d. skormóttöku og kakóvaktir sem komu sér vel í kuldanum.
Við þökkum Nettó fyrir mjög gott samstarf og glæsilegar teiggjafir og vinninga.
Vinningar voru:
1. sæti 15.000 inneign í Nettó – GSÍ medalía, gjafabolli og handklæði
2. sæti 10.000 inneign í Nettó – GSÍ medalía og handklæði
3. sæti 7.500 inneign í Nettó – GSÍ medalía og handklæði
Við óskum verðlaunahöfum til hamingju með árangurinn og þökkum keppendum öllum fyrir þátttökuna.