Birgir Leifur byrjaði illa á áskorendamótaröðinni í Manchester þegar hann lék fyrsta hringinn á 9 höggum yfir pari. Hann fékk 7 skolla og 1 skramba. Ekki einn einasti fugl leit dagsins ljós í gær.
Birgir Leifur sagði í stuttu spjalli í gærkvöldi að stutta spilið hjá sér hafi hreinlega verið til háborinnar skammar. "Ég mann ekki eftir því að hafa verið svona slakur í stutta spilinu á ferlinum"
Í dag er Birgir Leifur hinsvegar að spila mun betur. Hann er á 1 höggi undir pari eftir 6 holur. Það er þó langsótt að hann nái í gegn um niðurskurðinn í þessu móti þar sem hann er 8 höggum yfir pari. Við sjáum hvað setur.