Birgir Leifur tekur nú þátt í Telia Challenge í Waxholm í Svíþjóð. Mótið sem er á Telia mótaröðinni er einnig liður í Áskorendamótaröð Evrópu.

 Birgir Leifur sem byrjaði á 10. teig í morgun endaði á -1 höggi undir pari eftir erfiða byrjun, þar sem hann fékk 3 skolla í röð á 11., 12. og 13. holu á fyrri 9 holunum. Hann bætti sig síðan á seinni 9 holunum lék á -4 höggum undir pari og fékka þá 4 fugla og 5 pör. Birgir er sem stendur í 47.-71. sæti eftir fyrsta keppnisdag.

 Hann á rástíma á morgun klukkan 8:10, og ræsir út 20 mínútum á undan Heiðari Davíð Bragasyni sem einnig er að taka þátt sem keppandi á Telia mótaröðinni. Heiðar endaði á +4 höggum yfir pari í dag og er í 132. -139. sæti.