Birgir Leifur ekki óvanur að vera undir pressu í þessum mótum en hann hefur verið í þessum sporum áður. Árið 2001 og árið 2004 var hann einungis 2 höggum frá því að enda á meðal efstu 30 í úrtökumótum. Nú er hann hinsvegar mun stöðugri í sinni spilamennsku og hefur alla möguleika á að bæta sig um 1-2 högg til þess að tryggja sig í topp 30 eftir seinasti hringinn á morgun.

Meðspilarar Birgis Leifs í dag eru svíinn Pelle Edberg sem er á -4 höggum undir pari og José Manuel Carriles sem er á +1 höggi yfir pari eftir 9 holur.