Alfred Dunhill mótið er þekkt fyrir það að í engu öðru móti hefur eins mikill fjöldi sigrað sitt fyrsta mót einmitt á þessu móti. Á þeim 12 árum sem mótið hefur farið fram hafa 7 leimenn sigrað sitt fyrsta mót á Evrópumótaröðinni  einmitt á Alfred Dunhill mótinu. Þeir eru: Sven Strüver (1996), Anthony Wall (2000), Adam Scott (2001), Justin Rose (2002), Mark Foster (2003), Marcel Siem (2004) og Charl Schwartzel (2005). Það má því segja að Birgir Leifur eigi meiri möguleika vegna hefðarinnar en í öðrum mótum. Ernie Els hefur sigrað þetta mót tvisvar sinnum, árið 1995 og í fyrra.
 Birgir Leifur mun hefja leik á fimmtudaginn en ekki er ljóst hverjir leika með honum í holli fyrstu 2 keppnisdagana.